Réttur - 01.07.1927, Side 36
134
FRÁ ÓBYGÐUM
[Rjettur
vera, að þar hafi fyrrum verið tjarnir nokkrar, en síð-
ar hafi sandburður vatns og vinda fylt þær.
Fúlavatn í Sanddal hefir áður verið nefnt. Hefi ég
eigi séð vatnið og veit ekkert um það, annað en það,
sem segir í Ferðabók Þorvalds (II. bd., bls. 193). Suð-
austan undir Hrútafelli er lítið vatn kringlótt við end-
ann á Sólkötluhrauni. Þetta vatn skýrði Þorvaldur
Thoroddsen Hrútaxvatn (Ferðabók, II. bd., bls. 192).
Hvítárvatn liggur austan undir Langjökli miðjum.
Það er stórt vatn, aflangt, og stefnir frá norðri til suð-
urs. Breiðast er það að norðan, en mjókkar suður að af-
falli Hvítár. Að norðan og vestan liggja fjöll að vatn-
inu, en flatlendi að sunnan og austan.
Norðaustan við vatnið er Skmðufell. Það er mikill
höfði, sem gengur fram frá Langjökli. Er það hátt og
snarbratt að framan, niður að vatninu. Jökulhvel er á
fellinu og ganga litlar skriðjökulstungur niður í hlíð-
arnar. í fellinu er móberg, en grágrýtisbelti ofan á því,
í brúnunum. Frá Langjökli ganga tveir stórir skrið-
jöklar fram í vatnið, sinn hvorum megin við Skriðuféll.
Liggja þeir bratt og eru sprungnir mjög. Jöklar þess-
ir ganga kippkorn út í vatnið, einkum sá nyrðri, og eru
háir og þverhníptir jökulhamrar framan í þeim. Gref-
ur vatnið undan hömnim þessum, svo að sífelt brotnar
framan of jöklinum. Er því mikið ísrek á vatninu og
sumir jakarnir furðulega stórir. Ekki hefi ég heyrt
nöfn á þessum jöklum.
Sitt hvorum megin við þessa jökla eru hraundyngjur
tvær stórar. Norðan við nyrðri jökulinn er Sólkatla, og
er henni áður lýst. Snarbrött hlið gengur frá henni nið-
ur að vatninu, en inn í hlíðina skerst lítill leynivogur úr
vatninu, og heitir hann Karlsdráttmr. Bratt er niður að
þessum vog, en í brekkunum er furðulega mikill blóm-
gróður. Fyrir frarnan voginn gengur skriðjökullinn
nyrðri, og er hann því torfundinn ókunnugum. í Karls-
drætti er fagurt, og fágætt er, sem þar, að horfa ur