Réttur - 01.07.1927, Page 37
Rjettur]
FRÁ ÓRYGÐUM
135
angandi blómabrekkum niður á gráan jökul. Þar er
friður og fjallaþögn.
Sunnan við syðri jökulinn er Geldingafell. Það er
hraundyngja, en hraunin eru jökulmáð. Hallar þaðan
hægt á alla vegu, nema þann, sem að jöklinum veit.
Heita Bláfellshálsur frá fellinu og niður að Bláfelli.
Austan við Hvítárvatn er flatlent, einsog áður er
sagt. Sunnan Svartár eru öldótt öræfi, gróðurlaus og
vindmáð. En norðan við ána fer gróðurinn vaxandi
norður eftir, en uppblástur sverfur hann mjög. Eru þar
öldóttir heiðamóar og hallar hægt niður að vatninu.
Norðan við mitt vatnið enda öldur þessar og tekur þá við
Hvítárnes. Það er marflatt og mjög gróið. Hefir Fúla-
kvísl fylt þar stóran flóa, sem náð hefir inn í botninn á
Fróðárdal og upp að suðausturhorni Hrefnubúða. í
hlíðum Fróðárdals er blómgróður mikill móti sól og
litlar birkihríslur hingað og þangað. Sumstaðar niðri í
nesinu er gulstörin eins og á bestu flæðiengjum í sveit.
Víða er fagurt við Hvítárvatn, og engan stað veit ég á
ölíu hálendi fslands, sem mér þyki fríðari og friðsælli
en Hvítárnes.
Lægð sú, sem Hvítárvatn er í, hefir orðið til við sig,
að minsta kosti norðurhluti hennar. Síðar hafa hraun
frá Geldingafelli stíflað vatnið að sunnan og jöldar síð-
ustu ísaldar borið mela í affall Hvítár, ofan á hraunið.
Nú hefir áin skorið farveg í gegn um melana.
3. Yfirborð Kjalarogafréttalönd.
Jökulöldur og ármelar eru allstaðar á yfirborði Kjal-
ar, nema þar sem Kjalhraun hvílir. Hraunið virðist og
hafa runnið yfir jökulmela, og standa þeir út undan því
á alla vegu. Jökull hefir því farið um allan Kjöl, en ár
og sandfok jafnað jökulásana síðar.
Gróður er mikil á Kili og haglendi stór, einkum norð-
an til. Um vatnaskilin fær gróður þó eigi þrifist fyrir
flugsandi og á sunnanverðum Kili er land mjög blásið.