Réttur - 01.07.1927, Page 38
136
FRÁ ÓBYGÐUM
[Rjettur
Eyvindarstaðaheiði á land austan Blöndu. Milli
Ströngnkvíslar og Svörtukvíslar heita Guðlaugstungur.
Þær eru mikil árslétta, marflatar og huldar heiðaflám.
Gengur þar mikill fjöldi stóðs sumarlangt. Neðst í
tungunum, sunnan við Ströngukvísl, er breið melbunga.
Hún heitir Draugháls.
Milli Svörtukvíslar og Eyfirðingakvíslar heita
Svörtutwngur. Þar er og flatlent og skiftast á ármelar
og vindgnúðar jökulöldur. Neðan til í tungunum er all-
mikill gróður, en þó minni en í Guðlaugstungum. Undir
Álftabrekkum er hagi nokkur og áningastaður á Vatna-
hjallavegi.
Fyrir sunnan Eyfirðingakvísl er landslag líkt og í
Svörtutungum: melöldur og ársléttur. Uróður er þar
mjög lítill. Svæði þetta kalla sumir Blönduteiga, suður
að upptökum Blöndu. Vel mætti kalla Eyfirðingatungur
svæðið milli Eyfirðingakvíslar og nafnlausu kvíslarinn-
ar, sem er næst fyrir sunan hana, er Blöndutungur
þaðan að Blöndu.
Vestan Blöndu á Auðkúluheiði land. Gengur þar
saman fé Húnvetninga og Biskupstungnamanna, en
þeir eiga afrétt á Kili sunnanverðum. Milli Seyðisár og'
Beljanda heita Be Ija/ndatungur, en Þegjandatungur
milli Beljanda og Þegjanda. Tungur þessar eru flat-
lendar, og er allmikill gróður í þeim: neðan til flár, en
ofantil heiðamóar. Efst í Þegjandatungum, uppi undir
Búrfjöllum er gróðurlaust. Heitir þar Djöflasanctur.
Við Hvannavallakvísl er hagi og áningastaður leitar-
manna.
Milli Þegjanda og Blöndu heitir Biskupstunga eða
Biskupstungur. Eru þar jökulöldur vindmáðar og slétt-
lendar. Norðantil í tungunni er nokkur gróður, einkum
með fram Seyðisá, en sunantil er auðn og er Dúfunefs-
sJceið áframhald af henni. Frá Rjúpnafelli liggja auðir
sandar suður milli Kjalhrauns og Blöndu. Ekkert nafn