Réttur - 01.07.1927, Síða 39
Rjcttur]
FRÁ ÓBYGÐUM
137
hefi ég heyrt á þessum söndum, en vel mætti nefna þá
einu nafni Blöndksand.
Milli Svartár og Jökulkvíslar eru lágar jökulöldur
og á þeim víða Grettistök stór. Þetta svæði er veðurbit-
ið mjög og gróðurlaust. Á mjóddinni milli ánna eru
tvær litlar hæðir og alllangt bil á milli. Heitir hin syðri
Fremri-Skúti, en Innri-Skúti hinn nyrðri, og er hún
stærri. Frá Innri-Skúta að Hvítá heitir Ilvítdrsandur.
Kjalhraun er gróðurlaust að kalla, suður að Ivjalfelli
og Þverbrekkum, en þar fyrir sunnan fer gróðuri-nn
vaxandi. Er þar grámosi og hlauphagi fyrir fé.
Suðaustan við Kjalfell er dálítill hagablettur, sem
Kjalfellsver heitir. Þar er stargróður nokkur við lindir
og dý og sæmilegur hestahagi. Nokkru sunnar er Gránu
nes. Það er oddinn milli Svartár og Kjalfellskvíslar, þar
sem þær koma saman. Þar er allmikill gróður og al-
kunnur áfangastaður. Sunnan við Gránunes eru víða
gróðurblettir með frarn Svartá, en mestur er gróður-
inn í Svartárbugvan, miðja vegu milli Skútanna. Þver-
brekknaver heitir hagapláss eitt, sem liggur á vestur-
jaðri Ivjalhrauns, með fram Fúlukvísl, nokkru sunnan
við Þverbrekkur. Er þar mjó flá, með pollum og star-
gróðri í kring um þá.
í Hvítárnesi, Þjófadölum og Tjarnadölum hefir gróð-
urs verið getið.
Hveravellir liggja við norðurbrún Kjalhrauns, vestast
í dalverpi, sem verður milli hraunkambanna að sunnan,
en stórrar melöldu að norðan. Sveigir aldan upp að
hrauninu vestan við dalinn. Hverirnir eru vestast í
dalnum á tveimur ávölum bungum úr hverahrúðri.
Lækur rennur þaðan austur um dalinn, og eru smá-
tjarnir nokkrar niður með honum að norðan. Dalverp-
ið er 2—3 klm. langt, 2—300 m. breitt og grunt. Það
kalla margir Hveradali, en lækinn, sem eftir því renn-
ur, Hveradalsá, og er hennar áður getið.
Kring um hverabungurnar og með fram læknum er