Réttur - 01.07.1927, Page 43
Rjettur]
FRA ÓBYGÐU.M
141
fyrir um daginn. Mældi ég- enn afstöðu fjalla, og að því
loknu athugaði ég flána.
Flá er mýrlendi með stórum þúfum, er nefnast rúst-
ir. Þúfur þessar eru 1—2 m. á hæð og flatar ofan, en
oft 30—40 m. ummáls og alla vega lagaðar. Milli rúst-
anna eru venjulega tjarnir og pollar, og oftast allmikill
gróður í kring um þá, en ofan á rústunum er gróður
lítill eða enginn. Flár eru mjög víða á hálendinu, en
hvergi á láglendinu. Eru þær næsta einkennilegar og
ekki ósvipaðar kirkjugarði yfir að líta, enda eru rúst-
irnar oft nefndar leiði eða dys. Ilt er að fara um flárn-
ar, og á stóði því, sem gengur þar á sumrin, vaxa hóf-
arnir fram og verða langir og flatir.
Eg hefi jafnan athugað þær flár, sem orðið hafa á
vegi mínum. Árangurinn er sá, sem nú skal greina.
1.) Flár eru aðeins á sléttlendi, þar sem snjólétt er,
einkum á uppgrónum ársléttum. Þar sem snjóa leggur
til muna, eru aldrei flár, þó að aðrar ástæður virðist
vera til. 2.) Því hærra, sem fláin liggur yfir sæ, því
stærri eru rústirnar. í öllum flám, sem liggja í sömu
hæð, eru rústirnar líkar á.stærð. 3.) Því blautari sem
fláin er, því strjálli eru rústirnar. 4.) í rústunum helst
klaki sumarlangt, en milli þeirra er hann horfinn um
miðsumar. Undir öllum þeim rústum, sem ég hefi rann-
sakað, var klakafótur, og stóð hann á föstum mel.
5.) Rústir og þúfur eru sama eðlis. Þar sem móar og
flár mætast, renna þau saman án þess að munur sjáist,
og eru þar allskonar meðalstig þúfna og rústa.
Af því, sem nú er talið, virðist auðsætt, að vatn og
vetrarfrost skapi rústirnar, og ráði lögun þeirra og
stærð. Þær sjást hvergi nema þar, sem meðalhiti árs-
ins er minhi en 0° C., og eru því stærri, því minni sem
árshitinn er.
Eftir lýsingum virðast flárnar sömu eða líkrar gerð-
ar og suðurjaðrar freðmýranna á Norður-Rússlandi og
Síberíu. Flárnar eru »túndrur« Islands,