Réttur - 01.07.1927, Page 47
Ujettur]
FRÁ ÓBYGÐUM
145
efi Gro(jryh
HJV Móberj
^ Hroun Md' 2.
C3Q Johvlhitlur ~~ '-------
Neðri myndin, Md: 2, er hugsaður þverskurður gegnum Kjöl,
og stalla Hofs- og Langjökuls. Sýnir hún að jarðlagaskipun á
Kili á að skýra hugmynd mína um sköpun hans. Línan a-d
merkir hæð landsins í upphafi. Um b og' c hefir landið sprung-
ið og svæðið þar á milli sigið niður að bi og ci. Jöklar og vatn
hafa síðan jafnað brotsárið og numið allmikið ofan af stöilum
jöklanna, einkum stalla Langjökuls.
kvíslar og Jökulkvíslar. Á norðanverðum Kili eni jökul-
melarnir svo þykkir, að óvíða sér í berg undir þeim, en
þar sem til sést, er það grágrýti, og þar sem melarnir
enda, stendur grágrýti út undan þeim. í gljúfri því, sem
Strangakvísl hefir grafið fram úr jöklinum eru grá-
grýtisbelti efst, en undir þeim móberg. Má því ætla, að
undir Kili öllum sé móberg, ofan á því grágrýti, en efst
jökulmelar. Skipun jarðlaga virðist þannig vera hin
sama á sjálfum Kili og í fjöllum þeim, sem liggja
beggja vegna við hann eða rísa upp frá honum miðjum.
Grágrýtisbeltin benda einkum á, að Kjölur sé sigdalur.
Ennfremur liggur Kjölur í venjulega stefnu jarð-
sprungna frá suðvestri til norðvesturs. Hlíðar hans eru