Réttur - 01.07.1927, Qupperneq 48
146
t'RÁ ÓBYGÐUM
[Rjettur
beinar og bera ýms einkenni sigbarma, einkum vestur-
hlíðarnar norðan Þjófadala. Þær eru brattar, jafnar á
hæð og lítið vatnsgrafnar. Er lítt hugsanlegt að þær
hafi orðið til fyrir svörfun vatns og jökla. Loks virðast
Sandkúlufell og Rjúpnafell, en einkum Kjalfell og
Hrútafell, vera sigstál, og verður lögun þeirra og gerð
trauðla skilin á annan hátt.
Þá er að athuga, hvenær Kjölur hafi orðið til. Eins
og áður er sagt, hlýtur hann að vera yngri en móbergið.
Hinsvegar hefir jökull farið yfir hann allan. Virðist
hann því hafa skapast milli síðustu og næst-síðustu ís-
aldar. Eftirtektavert er það, að jökulrispur á Kili sýna,
að skriðjöklar þeir, sem gengið hafa yfir hann, hafi
komið frá Hofsjökli. Þeta skýrir það, að vesturhlíðarn-
ar á stalla Hofsjökuls eru jökulgnúðar og ávalar, en
austurhlíðar Langjökuls lítið eða ekki.
Frá Stélbratti ganga melöldur miklar út á milli
Hveravalla og Þegjanda og norður alla Biskupstungu
og yfir Svörtutungur og Guðlaugstungur þverar. öldur
þessar virðast vera gamall endamelur, og hafi skrið-
jöklar frá Hofsjökli náð þangað um alllangt skeið. Víð-
ar sjást merki þess, að Hofsjökull hafi verið miklu
stærri en nú, og verður á það minst í næsta kafla. Ekki
verður sagt að sinni, hvort öldur þessar hafi orðið til,
þegar jökullinn hrökk til baka í lok síðustu ísaldar, eða
hann hafi vaxið síðar og ekið þeim frani. Má vera, að
steingei’vingarnir á Hveravöllum geti skorið úr því.
Saga Kjalar er, að minni hyggju, þessi: Fyrir síðustu
ísöld, en síðar en grágrýtishraunin runnu, seig nið-
ur svæðið milli stalla þeirra, sem Hofsjökull og Lang-
jökull hvíla á. Eftir stóðu nokkur stál, og er líklegt, að
þau, að minsta kosti Hrútafell, séu gömul eldfjöll og
steinsúlum studd. Eftir þetta seig ísöldin yfir. Jöklar
frá Hofsjökli huldu Kjöl, en frá Langjökli gengu skrið-
jöklar fram beggja megin við Hrútafell, og grófu þeir
Iieggjabrjót og Þjófadali í stalla jökulsins. Þegar jökul-