Réttur - 01.07.1927, Síða 54
152
HEIMSPEKI EYMDARINNAR
[Rjettur
5. Vonist þér eftir að boðskapur mannkynsfræðarans
geti varist því að verða ánauðugur þræll auðs og valds
og böðull frjálsrar hugsunar eins og snemma urðu ör-
lög kristindómsins ?
6. Álítið þér, að það samræmist kenningum trúar-
bragðanna, að klerkarnir neyti aðstöðu sinnar til að
styðja núverandi þjóðfélagsskipulag, sem elur af sér
alt það böl, er að ofan greinir?
7. Álítið þér ekki, að upptaka þjóðlauss hjálparmáls
svo sem esperantós muni hjálpa til að efla frið og
bræðralag meðal þjóðanna?
Þá kemur bréf mitt til herra Jinarajadasa.
II.
Reykjavík, 6. september, 1927.
Iíeiðraði herra.
í svarræðu yðar á laugardagskvöldið var, gerðuð þér
ofurlítinn samanburð á fegurð esperantós og ídós, eins
og efna, er yður væru að fullu kunn. Þessvegna dirfist
eg að rita yður bréf þetta á esperantó.
Svör yðar féllu mér því miður ekki eins vel í geð og
ég hafði búist við. Þau virtust fremur þokukend og úr
lausu lofti gripin heldur en skýr eða vísindaleg. Þér
genguð þegjandi fram hjá ýmsum mikilvægum stað-
reyndum, sem einar eru færar um að vísa oss veginn tíl
hins marglofaða sannleika.
Eg spurði yður ekki, þótt svo hefði mátt virðast af
svari yðar, hvort innri farsæld væri dýrmætari fjár-
sjóður en ytri gæði. Eg vissi það vel og hefi margsinnis
lagt áherzlu á það í skrifum mínum, að innri hamingja,