Réttur - 01.07.1927, Side 56
154 HEIMSPEKI EYMDARINNAR [Rjettur
kynið dýrmætum hjálparmeðulum, en það er eymdin
að yðar dómi. Getur það þroskað oss að spilla þannig
lífi annara manna?
Heimspeki eymdarinnar er svikaheimspeki. Til hafa
að sönnu verið menn, er hafa getað beðið til guðs með
tóman maga niðri í sorpinu, svo sem hinn heilagi Franz
frá Assisi. En þeir eru hátíðlegar undantekningar. All-
an þorra manna hefir ytri eymdin, örbirgðin, mentun-
arleýsið og örvæntingin gert að óhreinum skepnum. Og
þetta var þungamiðjan, sem fólst bak við fyrstu spurn-
ingu mína til yðar. En þér genguð þegjandi fram hjá
henni í svari yðar.
Eg hefi kostað kapps um að gera mér grein fyrir
þroskaferli mannsandans í ljósi þeirra staðreynda, sem
saga þróunarinnar bregður upp fyrir mér og ég hefi
sjálfur reynt og haft daglega fyrir augum. Og fram-
sókn lífsins hefir kent mér þennan sannleika: Þróunar-
ferill mannkynsins liggur gegnum ánægjuna í sorpinu
upp til viðbjóðsins á sorpinu og frá viðbjóðnum á
sorpinu niður til sjálfsfórnarinnar í sorpinu, og það er
síðasti áfanginn á krossför mannsandans. En þér finn-
ið vissulega aldrei mann, sem er fær um að stökkva frá
sljórri auðmýkt í sorpinu rakleiðis til óeigingjarnrar
sjálfsfórnar uppi í hinum himnesku Buddhahæðum.
Við þessar staðreyndir verðum vér að miða verk vor í
þágu mannkynsins. Að öðrum kosti verður öll fyrir-
höfn vor gagnslausar skýjaborgir, sem vindar reynsl-
unnar feykja burt á einni útsynningsnótt.
' Á 16., 17. og 18. öld áttum vér íslendingar við ódæma
eymd að búa. Vér þjáðumst af örbirgð, mentunai’leysi,
hallærum, jarðskjálftum, eldgosum og sóttum. Hverj-
ar urðu afleiðingarnar? Vitringar? Heilagir menn?
hetjur? Andlegir fræðarar? Vísindamenn? Listafröm-
uðir? Stórskáld? Fögur menning?
Sannarlega ekki. Reyndar orti Hallgrímur Péturs-