Réttur - 01.07.1927, Page 59
Rjettur]
HEIMSPEKI EYMDARINNAR
157
Ef vesalingarnir, sem eru undirokaðir í yðar landi,
eru andlega farsælir niðri í sorpi ytri eymdar, þá stað-
hæfi ég hiklaust, að þeir séu mentunarlaus villidýr.
Þorri manna, sem gerir sér að góðu að draga fram lífið
niðri í feni ytri eymdar, umber niðurlægingu sína að-.
eins þess vegna, að hann hefir ekki meðvitund um, að
hann er staddur í helvíti. Hann vantar andlega menn-
ingu. En síðar koma sannarlega dagar, er hin bitra
eymd dustar meðvitund þeirra af svefni sljóleikans.
Gefið þeim brauð! Klæðið þá góðum fötum! Fáið þeim
fögur húsakynni. Veitið þeim mentun, listir, skemtan-
ir. Þá vakna meiri kröfur um andleg og efnaleg gæði,
um andlega og efnalega menningu. Og eftir daga
nautnanna hefjast fyrst tímar sannrar sjálfsafneitun-
ar. Þannig gengur þróun gervalls mannkynsins. Sljóit
dýr — eigingjarn fjáraflamaðiir — fórnfús dýrlingur,
— þetta eru megin áfangarnir á leið mannkynsins
gegnum hreinsunareld jarðneskrar þróunar, frá villi-
manninum til meistarans, frá dýrinu til drottins. Og
jafnaðarstefnan flýtir þessu óumflýjanlega langferða-
lagi kynslóðanna. Þess vegna er ég jafnaðarmaður. Og
þess vegna ber sérhverjum hreinskilmim guðspelcinenm
að styðja jafnaðarstefnuna.
Þér dáðust mjög að hinum fátæku bramaprestum
Indíalands, er væru svo í hávegum hafðir af höfðingj-
unum, þrátt fyrir örbirgð sína, að konungarnir stæðu
upp úr sætum sínum, þegar þessir dýrlingar gengju
inn í hallir þeirra. Myndu þeir standa upp, ef veldi
þeirra stafaði hætta af þeim? Samt eru þessir beina-
beru fátæklingar svo andlega vesælir, að þeir gera sér
að góðu að vera þjónar og postular mammons og
brennivíns!* Hvílíkar dásemdarverur! En sjái þér
* Jinarajadasa játaði, að kirkjan væri þræll peningavaldsins,
bæði í Austurálfu og Vesturlöndum. Þessari játningv sinni til
stuðnings nefndi hann það sem dæmi, að enska kirkjan hefði