Réttur - 01.07.1927, Síða 61
Bjettur] HEIMSPEKI EYMDARINNAR 139
Ruskins, sem þér segist aðhyllast, og jafnaðarkenning-
um venjulegra sósíalista, sem þér virtust gera fremur
lágt undir höfði?
Heimspeki hinnar mannbætandi ytri eymdar er
söguleg fölsun. Vafalaust er yður sú staðreynd kunn,
að meginþorri ágætismanna heimsins er hvorki upp-
runninn úr stétt öreiga né auðkýfinga. Þeir eru komn-
ir úr miðstétt mannfélagsins. Þetta er staðreynd. Og
allir guðspekingar bera virðingu fyrir staðreyndum.
»Engin trúarbrögð eru sannleikanum æðri.«* Ef heim-
speki hinnar mannibætandi ytri eymdar væri »sannleik-
ur«, en ekki »trúarbrögð«, þá ættu úrvalsmenn mar.n-
kynsins að vera komnir úr stétt öreiga og volaðra.
Þetta auðvirðilega eymdardekur, sem hefir jafnan ver-
ið öflugur þáttur í þrælasiðfræði kirkjunnar, er trúar-
setning, fundin upp af auðugum hræsnurum, er hafa
spekúlerað í eymd mannanna, og boðuð og viðhaldið af
saklausum einfeldningum, sem ekki vita, hvað þeir eru
að gera og þjónum auðmannanna, prestum og prelát-
um, er vinna fyrir sér með vísvitandi trúarbragða-
fölsun.
I jafnaðarríkinu verða hvorki auðmenn né öreigar.
Þar verður að eins ein stétt manna, sambærileg við
miðstétt mannfélagsins nú á tímum.
En ég segi þeim, sem trúa á uppeldismátt hinnar
ytri eymdar, að meira að segja í jafnaðarríkinu verða
nógar þjáningar, eymd og erfiðleikar við að stríða. Að
vísu hlotnast oss þar ekki að þakka guði fyrir jafn
villimannleg náðarmeðul eins og örbirgð, hungur, klæð-
leysi, mentunarskort, kauprán, kaupdeilur, fjárkrepp-
ur, heilsuspillandi húsakynni, sjúkdóma, sem ill aðbúð
dembir yfir smælingjana, skoðanamorð, mannsal,
styrjaldir og þar fram eftir götunum.
Eftir verður samt nóg af torfærum og þjáningum til
* Þetta er einkunnarorð guðspekinnar.