Réttur - 01.07.1927, Qupperneq 62
160 HEIMSPEKI EYMDARINNAR [Rjettur
þess að yfirvinna og þreyta afl sitt á, svo sem sjúkdóm-
ar margs konar, vanmáttur, heijmska, ástríður, óskir
og vonbrigði, efasemdir í trúarefnum, barátta við nátt-
úruöflin, fárviðri, eldgos, jarðskjálftar, þekkingarstrit,
elli, dauði o. s. frv. o. s. frv. Þér þurfið ekki að fráfæl-
ast jafnaðarríkið þess vegna, að yður veitist þar aldrei
sú ánægja að þakka föður gæzkunnar fyrir þjáningar
og slysfarir. í þessari vandræða veröld verða engin
þrot á þjáningum, fyr en siðferðisvitsmunum mann-
anna tekst að ná stjórn hennar úr höndum alheimsböð-
ulsins mikla, sem lítilsigldum lýð er kent að skríða fyr-
ir í þakkarauðmýkt þrælsins.
Þér sögðuð oss, að verkamenn í Ástralíu ættu við
betri kjör að búa en dæmi væru til um verkamenn á
Vesturlöndum. Þrátt fyrir það væru engir jafn lítið
hamingjusamir og þeir. Og mér skyldist á yður, að
þetta ætti að sýna fánýti góðra kjara í þágu andlegrar
farsældar. En ég spyr yður: Eru verkamennirnir í
Ástralíu eins andlega hrjáðir og vesalingar fátækra-
hverfanna í Leith og í Eastend í London? Hyggið þér,
að þeir yrðu andlega farsælli, ef þeir hefðu eitt lier-
bergi til íbúðar í staðinn fyrir þrjú, gengju í skítugum
tötrum, yrðu að neita sér um allar nautnir siðaðs
manns, væru neyddir til að selja konur sínar og dætur
til saurlifnaðar og mistu tvo þriðju barna sinna úr
tæringu? Eruð þér alveg viss um, að þér vitið í raun
og veru, hvað þér eruð að segja?
Eg þekki ekki æfi verkamanna í Ástralíu. En í tveim
öðrum löndum veit ég dálitla grein á högum verka-
mannastéttanna. Það er í Danmörku og Svíþjóð. f þess-
um löndum eru kjör verkamanna betri en í flestum
öðrum ríkjum Evrópu. Og ég þori að fullyrða, að
dönsku og sænsku verkamennirnir eru miklu andlega
farsælli en verkalýðurinn í hinni íhaldssömu, deyjandi
blóðsugu Englandi og hinu stríðsóða Frakklandi. Og
mentun alþýðu og menning er miklu meiri í Danmörku