Réttur - 01.07.1927, Síða 64
162 HEIMSPEKI EYMDARINNAR [Rjettur
þjóðinni, að Þingvellir eru einkar fagur staður.
Guðspeki vorra tíma er og eins konar vegur í and-
legum skilningi, vegur til þekkingar á hinum guðlegu
lögmálum tilverunnar. Og þessi vegur kom í heiminn,
áður en nokkur óskaði að verða guðspekingur. En hann
hefir skapað guðspekinga. Nú tekur guðspekin toll af
40 000 vegfarendum, sem reika gegnum æfingar henn-
ar og kenningakerfi.
Vegir ska/pa vegaþörf. Vegir skapa vegfarendur.
Jafnaðarstefnan er á sama hátt vegur til efnalegs
réttlætis, mentunar, friðar, bræðralags, sáluhjálpar.
Og tugir miljóna eru þegar lagðir á stað til hins fyrir-
heitna guðsríkis sósíalismans.
Þér fullyrtuð, að sósíalistar litu á manninn eins og
sálarlaust hold. Þetta hefi ég og þrásinnis heyrt af vör-
um óeinlægra auðvaldssinna. Og ég er löngu hættur að
kippa mér upp við að heyra þess háttar fordóma úr
þeirri átt. En ég tók nærri mér að hlusta á jafn íhug-
unarlitla ásökun af munni manns í yðar stöðu. Það er
að vísu satt, að margir sósíalistar eru efnishyggju-
menn, þ. e. trúa ekki á tilveru eilífs lífs. En til er hins
vegar fjöldi jafnaðarmanna, sem trúir á ódauðleika
mannsandans. En þetta skiftir hugsjónir jafnaðar-
manna engu máli. Eg hélt, að þér væruð lífsreyndur
maður. Og ég þóttist sannfœrður um, að lífsreynsla yð-
ar hefði kent yðiy-, að trú á guð og eilíft líf eykur ekki
hársbreidd við gildi mannanna. Eg hefi þekt marga
einfalda trúmenn, og flestir sannir trúmenn, sem ég
hefi kynst um æfina, hafa reyndar verið brennimerktir
einfeldningar. En svo einfaldan og óhagsýnan trúmann
hefi ég aldrei þekt, að hann hafi miðað breytni sína við
guð og annað líf. Slík guðmenni finnast að eins í
barnaæfintýrum og lygasögum heiðingjatrúboða. En á
meðan trúleysingjarnir hugsa og breyta að öllu ieyti
eins vel og jafnvel oft og tíðum betur en trúmennirnir,