Réttur - 01.07.1927, Page 65
Rjettur]
HEIMSPEKI EYMDARINNAE
163
þá fæ ég ekki séð, að það skifti nokkurn mann neinu
máli, hvort jafnaðarmennirnir trúa á ódauðleika sálar-
innar eða neita honum.
En ég var reyndar ekki að tala um jafnaðarmenn við
yður. Eg mintist að eins á jafnaðarsíe/mt. Og ég hélt,
að þér telduð það heimspeki yðar ósamboðið að rugla
saman mönnum og málum. Hvar sem jafnaðarmenn-
irnir standa í trúarefnum, þá ber engin stjórnmála-
stefna jafnmikla virðingu fyrir mannssálinni og jafn-
aðarstefnan.* Kjarni jafnaðarstefnunnar er algerlega
andlegur. Jafnaðarstefnan krefst efnalegra gæða
handa öllum mönnum, til þess að þeir geti þroskað kið
andlega líf. Og hún heimtar jafnframt gagngerðar um-
bætur á öllum uppeldisaðferðum og fræðslukerfum, tii
. þess að mennimir leiti hins andlega lífs. Þetta er
kjarni jafnaðarstefnunnar. Ef vér eigum tvö brauð,
etum við annað, en kaupum oss liljur fyrir hitt.** Þetta
er kenning jafnaðarstefnunnar. Auðvaldið á vissulega
tvö brauð. En í stað þess að eta annað og kaupa sér
liljur fyrir hitt, þá etur það að eins hálft brauð, kastar
hinum helmingnum í sorpið (til þess að hækka verðið!)
og kaupir síðan herskip og eiturgas fyrir hitt brauðið.
Þetta er munurinn á hugsjónum jafnaðarstefnunnar
og auðvaldsins. Og mig furðar á, að þér skuluð hafa
talið yður fært að gerast fræðari mannkynsins, án þess
að átta yður á honum.
* Þér þurfið ekki að leita lengra en í yðar eigin heimspeki til
þess að ganga úr skugga um, að menn og málefni geta verið
tvent ólíkt. Guðspekin kennir með fullum rétti sjálfsstjórn og
þolinmæði, þó að stofnandi hennar hefði nokkuð litla stjóm á
skapsmunum sínum og margir reiðigjarnir menn séu í guð-
spekifélaginu.
.** Líkinguna um liljurnar og brauðin brá Jinarajadasa upp fyr-
ir félagsmönnum sem fyrirmynd að sannri jafnaðarstefnu.
11