Réttur - 01.07.1927, Page 67
Rjettur]
HEIMSPEKI EYMDARINNAR
165
undum ára. Mannsandinn hefir ekki tekið ýkjamiklum
stakkaskiftum á síðustu fjórum til fimm árþúsundum.
Siðferðilega virðist hann næstum hafa staðið í stað, þó
að andlegir fræðarar hafi látlaust flakkað land úr landi
og prédikað harðsnúinni kynslóð ríki himnanna. Ytra
skipulagsleysið, sem tælir mennina til vondra verlta,
hefir oftast orðið veiðisælla en hið innra guðsríki. Samt
trúi ég á guðsríkið innra með manninum. En að rækta
það í vondum ytri kringumstæðum, — það er eins og að
gróðursetja fiækorn á eyðijöklum.
Hins vegar hefi ég tröllatrú á góðu skipulagi, sem
tekur syndafreistinguna frá manninum og blæs honum
í brjóst dygðum, vekur guðsríkið innra með honum.
Mennirnir skapa að vísu skipulagið. En reynslan hefir
einnig sannað oss, að skipulagið skapar menn. Gott
skipulag skapar góða menn, sem aftur gera skipulagið
enn þá betra. Þetta er hið eilífa allsherjar lögmál gagn-
kvæmra verkana milli efnisheims og æðri veraldar.
Efnalegar kringumstæður skapa skoðanir fjöldans
og ráða breytni hans. Og það er skipulagsleysi auð-
magnsins, sem gerir öllum þorra manna ókleift að miða
líf sitt við neitt æðra en mat og peninga. Sá, sem ekki
svindlar, lýgur, svíkur, stelur eða skríður, hræsnar,
leigir sál sína eða þegir og hilmir yfir, hann verður ó-
hjákvæmilega fótum troðinn. Eitthvert áhiáfamesta
tæki auðvaldsins í þessu göfuga uppeldisverki er kirkj-
an og klerkarnir. En ef auðmagnið væri eign almenn-
ings, í stað þess að vera leikfang nokkurra gróðasjúkra
fjárglœframanna, sem hafa tekjur af trúarbrögðum,
þá myndi hin nýja trúarhreyfing aldrei verða þræll
peninganna. En ef vér frestum skipulagningu auð-
magnsins, þar til mannsandinn kaupir liljur fyrir
brauð, þá getið þér sannarlega treyst því, að »nýja
kirkjan« verður von bráðar ánauðug ambátt brenni-
víns, stáls, steinolíu, púðurs og manndrápa, og klukkur
11*