Réttur - 01.07.1927, Page 68
166
HEIMSPEKI EYMDARINNAR
[Rjettur
hennar munu hringja blessun sína yfir slátrarana á
vígvöllunum, eins og klukkur kristinnar kirkju gerðu
í nafni heilagrar þrenningar á styrjaldarárunum 1914
til 1918.
Nokkrir velviljaðir guðspekinemar deyja og koma ef
til vill aftur í heiminn með þeim háleita ásetningi að
vernda hina nýju kirkju frá jafn ömurlegri tortím-
ingu, eins og þér drápuð á í svari yðar. En gætið þess,
að milli þeirra þroskuðu endurholdgana og í fylgd með
þeim koma margir Billy-ar Sunday og Rockefeller-ar,
sem betur smakkast sætleiki hins feita mammons en
megurð heilags anda. Það mundi tæplega spilla leið-
beiningum andlegra fræðara, að þeir einnig vissu ofur-
lítil skil á »þessum heimi«.
Annars verð ég að játa, að ég vænti ekki mikillar
skarpskygni á andlegt svindl auðvaldsins á næstu æfi-
skeiðum af hálfu þeirra guðspekinema, sem í þessu lífi
styðja jafnandstyggilegt peningamálgagn með fjár-
framlögum eða ritsmíðum eins og Bibby’s Annual eða
önnur þessháttar villutrúarrit.* Og meðal slíkra sé ég
mér til mikillar skelfingar nöfn yðar þriggja höfuð-
postulanna.
Þér frædduð oss ennfremur á því, að mismunur
hinna pólitísku hreyfinga væru aðeins nöfn, er vér
gæfum hreyfingunum. Eftir minni skoðun er þetta ger-
samlega rangt. Á íhaldsstefnunni og kenningum jafn-
aðarmanna er undirstöðumismunur, ekki aðeins fræði-
legur, heldur og verklegur. íhaldsstefnan kappkostar
að halda í það þroskastig, sem mannkynið er nú á.
Jafnaðarstefnan vill koma þroskanum á hærra stig. Á
þessum grundvallarmismun eru öll vinnubrögð þeirra
* Bibby’s Annual er ársrit með myndum, sem enskur auðmaður
gefur út. Það hártogar ritningarstaði og teygir kenningar
guðspekinnar eins og blauta húð gegn jafnaðarstefnunni.