Réttur - 01.07.1927, Side 71
Rjettur]
HEIMSPEKI EYMDARINNAR
169
hringavitleysa. Frá mínu hagnýta sjónarmiði er slík
heimspeki fremur verð þess að hugsa hana en segja.
Svör yðar við spurningunum um uppeldismálin á
Vesturlöndum og alþjóðatunguna eru sannkölluð eymd-
arheimspeki, þótt ekki geti þau talist til heimspekinnar
um eymdina.
Það er rangt, að allar kensluaðferðir Vesturlanda
fari með barnið eins og sálarlausa veru, að kensluað-
ferð Montessoris einni undanskilinni.* Á síðustu árum
hefir vaknað voldug allsherjar uppeldishreyfing á
Vesturlöndum. Hún er reist á einstaklingsskapgerð
barnanna. Hún lítur á barnið eins og andlega veru með
sérstöku eðli og hæfileikum, er verði að þroskast eftir
sínum eigin lögum. Greinir á þessari allsherjarhreyf-
ingu eru til dæmis Dalton-skólarnir, Decroley-skólarnir
og ýmsar fræðslutilraunir, sem verið er að gera í Rúss-
landi o. s. frv. (Sbr. meðal annars Bertrand Russel:
On Education, er einkum fjallar um Dalton-skólana).
Svar yðar við spurningu minni um alþjóðamálið virt-
ist mér eiga við litla rannsókn á staðreyndum að styðj-
ast og jafnvel vera ofurlítið enskulegt, eins og styrj-
aldarhugsjónir frú Besants.** Oss esperantistum, sem
höfum varið miklum tíma í að gera oss grein fyrir
þessu vandamáli, leiðist að heyra prófessora og andlega
postula tala af jafnátakanlegri fáfræði um lausn þessa
viðfangsefnis eins og þér gerðuð yður sekan í á laug-
ardagskvöldið. Kjarninn í úrlausn alþjóðamálsins er í
stuttu máli á þessa leið.
* Þessi spurning kom frá kennara einum í guðspekifélaginu.
**Jinarajadasa hélt fram ensku sem alþjóðlegu hjálparmáli. En
jafnframt lagði hann fundarmönnum það heilræði, að þeir
skyldu halla sér að hverri þeirri alþjóðatungu, er þeim hent-
aði bezt,