Réttur - 01.07.1927, Side 80
Í78 KOMMÚNISMINN OG BÆNDUR [Rjettur
ekki athugavert. Hin eru fá málin, sem þeir eru allir
sammála um. Þessi skipulagsveikleiki, fjandskapur
leiðtogana við verkalýðinn og makk við stjettafjand-
menn bænda, íhaldsmenn, gerir Framsóknarflokkinn
magnlausan, svo að honum er lítt treystandi til stór-
ræða.
Alþýðuflokkurinn hefur ekki skift sjer mikið af
landbúnaðarmálum til þessa, enda er það nokkur vor-
kunn, þar sem brautryðjendur verkalýðshreyfingarinn-
ar hafa orðið að beita sjer fyrir því viðfangsefni, sem
næst lá, að safna alþýðunni í kaupstöðum undir merki
flokksins. Nú er stjórn Alþýðusambandsins þannig
skipuð, að mjög lítill skoðanamunur er milli hennar og
Framsóknarforingjanna, svo að hún telur óhætt að láta
Framsóknarflokkinn einan um landbúnaðarmálin.
Vjer tökum nú lauslega til athugunar verkefni þau í
landbúnaðarmálum, sem liggja fyrir íslenskum komm-
únistum og öllum þeim bændum, sem trúir vilja vera
hagsmunum stjettar sinnar.
Þrent er það, sem heldur kotungsbúskapnum við: ó-
rækt landsins, samtakaleysi bænda og skortur á fjár-
magni. ísland verður aldrei menningarland fyr en
ræktun þess er komin í sæmilegt horf. Þess vegna er
ræktunin mál málanna.
Fyrst og fremst er nauðsynlegt að koma málunum í
það horf, að hver, sem óskar geti fengið endurgjalds-
laust svo mikið land til umráða að það nægi til að fram-
fleyta fjölskyldu hans, og nægilegt fje til að rækta það.
En með einstaklingsrekstri kemst landbúnaðurinn
aldrei á þann rekspöl að hann standi öðrum atvinnu-
vegum jafnfætis. í síðasta hefti Rjettar lýsti E. 0.
rækilega yfirburðum ríkisreksturs yfir kotungsbúskap-
inn og tók þar Vífilsstaðabúið sem dæmi. Væri nú víðs-
vegar um landið fyrirmyndarstórbú, sem rekin væru af
ríkinu og gerðu vísindalegar tilraunir í öllu því, er að
ræktun og búskap lýtur, mundu verða svo skjót um-