Réttur - 01.07.1927, Síða 81
Rjettur] KOMMÚNISMlNN OG BÆNDUR 179
skifti, að allir bændur landsins mundu verða mentaðir
búfræðingar í samanburði við það, sem nú er. Þarf ekki
annað en að benda á áhrif Hvanneyrar í Borgarfirðin-
um. Kotungshátturinn mundi hverfa. í sambandi við
fullkomnustu fyrirtækin gætu svo verið búnaðarskólar.
Höfuðmeinið er, að kotbændur hafa ekki ráð á Öllum
þeim tilkostnaði, sem nauðsynlegur er til að búa svo í
lagi sje, svo sem vjelum1, verkfærum, tilbúnum áburði,
kynbótum, góðri heyverkun og afurðaverkun, sæmileg-
um híbýlum fyrir menn og skepnur o. s. frv. Til þess
að geta aflað sjer alls þessa, þurfa þeir að stofna með
sjer samvinnufjelög um búskap og ræktun. Þegar
bændum skilst þetta, verða tímamót í íslenskum land-
búnaði.
Ilt vandkvæði er samgönguleysið. Samgöngur á sjó
og landi þurfa að verða svo góðar, að hægt sje að koma
afurðunum í verð alt árið.
Mörgum hrís nú hugur við framtíð áveitusvæðisins
á Suðurlandi. Bændur bera megnið af áveitukostnaðinum
sjálfir, og er hætt við að margir ílosni upp, svo illa
voru þeir undir það búnir, að leggja út í slíkt stórræði,
og eitt er víst, að þeir hafa ekki bolmagn til að yrkja
nema lítinn hluta af áveitusvæðinu. Tvent er nauðsyn-
legt til að afstýra þessum voða: Að lögð verði járn-
braut frá Reykjavík austur og að ríkið taki að sjer til
ræktunar alt það land á áveitusvæðinu, sem bændur
geta ekki yrkt sjálfir. Hvorugt þessara stórmála er
líklegt til að fá framgang. Meiri hluti Framsóknarþing-
mannanna er á móti járnbraut, þó að sannað sje að
hún muni bera sig og’ gefa arð þegar fram í sækir. Hitt
mundi brjóta í bága við grundvallarreglur auðvaldsins.
í þessu efni geta bændur ekki treyst öðrum en sjálf-
um sjer. Nú vill svo vel til, að áveitusvæðið er einkar
vel til þess fallið, að reka þar f jelagsbúskap með sam-
vinnusniði. Gefst þeim þar eystra því gott tækifæri til,
að gerast brautryðjendur í þessu mikla máli.
12