Réttur - 01.07.1927, Síða 82
180 KOMMÚNISMINN OG BÆNDUR [Rjettur
Því mun nú vera borið við, að til alls þessa skorti f je.
En þetta er ekki annað en barlómur hjá þjóð, sem telur
tæp 100 þúsund manns og flytur út afurðir fyrir alt að
80 miljónum kr. Mun hvergi í heiminum vera annar
eins útflutningur á mann. útgerðin hefur tugi miljóna
í veltunni og er þá ekki horft í hverja miljónina, sem
tapast, t. d. í síldinni. Framsóknarflokkurinn, sem hæst
kveinar um fjárskort, er þó andvígur því, að landið fái
aðgang að auðlindunum, t. d. einkasölu á síld og
saltfiski, svo að vjer ekki tölum um stórgróða útgerð-
arinnar.
Meinið er ekki fjárskortur, heldur hitt, að þjóðin
sjálf hefir ekki yfirráð yfir fjármagni sínu, sem mest-
megnis er í höndum fárra auðugra manna.
Landbúnaðarlöggjöfinni þarf að koma í það horf, að
auðvaldstálmunum fyrir ræktun landsins sje rutt úr
vegi og komið í veg fyrir gróðabrall með jarðir. Varan-
leg bót fæst ekki nema með því að gera land alt að þjóð-
areign. En það er tál að ætla að slík ráðstöfun sje fram-
kvæmanleg innan núverandi skipulags.
Yfirleitt eru uimbætur þær, sem minst hefur verið á
í aðalatriðum óframkvæmanlegar meðan auðvaldið
drottnar. f baráttunni fyrir þeim, munu bændur kom-
ast að raun um að það er nauðsynlegt fyrir vinnandi
stjettirnar að leggja undir sig ríkisvaldið til þess að fá
einhverju hrundið í framkvæmd.
Reynsla allra þjóða og allra stjetta er sú, að kúgun
verði aðeins brotin á bak aftur með valdi. En þessi al-
menna reynsla nægir ekki. Hver verður að læra af eig-
in raun. Stjettabarátta íslensku alþýðunnar til sjávar
og sveita mun verða til þess, að hún öðlast einnig þenna
dýrkeypta lærdóm. Varanlegar hugsmunabætur og
framfaramöguleikar fást aðeins með þjóðfjelagsbylt-
ingu.
Þjóðfjelagsbyltingin ein gerir verulegar framfarir
í íslenskum landbúnaði mögulegar. Fyrsta ráðstöfunin