Réttur - 01.07.1927, Page 85
Rjettur] KOMMÚNISMINN OG BÆNOUR 18?.
Þess vegna gerir það vald mannsins yfir náttúrunni
minna. Það hefur enga sameiginlega áætlun, enga stóra
fjelagsheild. í þjóðskipulagi anarkista mundi verða erf-
itt að skera úr því hvernig notfæra skyldi stórar vjel-
ar, byggja járnbraut eða gera stóra áveitu.
í Rússlandi eru um 100 miljónir vinnandi manna. Ef
að þeir nú allir mynduðu með sjer »samfjelag hinna
5 undirokuðu«,* mundu verða 20 miljónir slíkra sam-
eignarfjelaga í Rússlandi. Maður getur nú gert sjer í
hugarlund hvílík babýlonsk ringulreið það mundi verða
ef öll þessi 20 miljón fjelög færu að pota hvert í sínu
horni. Það mundi verða glundroði — »stjórnleysi« —
guð hjálpi oss! Það er augljóst, að þetta mundi enda
með nýrri skiftingu auðæfanna milli einstaklinganna.
En eins og vjer höfum sýnt fram á, leiðir skifting auð-
æfanna til þess, að ríki auðvaldsins, ofbeldi og undirok-
un alþýðunnar hefst að nýju«.
Samvinnufjelögin eru ekki annað en einn liður í að-
ferðum kommúnista til þess að koma landbúnaðarfram-
leiðslu og verslun í þjóðnýtt horf. Þegar allir íslenskir
bændur hafa bundist samtökum í samvinnufjelögum,
rækta landið í fjelagi og skifta á afurðum sínum og
öðrum varningi í fjelagi, þá er sigurinn unninn. Þá er
landbúnaðarframleiðslan þegar orðin þáttur í fjelags-
framleiðslu þjóðarinnar. Framleitt verður samkvæmt
sameiginlegri allsherjaráætlun og l'ramleiðslan tempr-
uð eftir því, sem þurfa þykir. Stjettamunur allur, og
munur á sveit og kaupstað verður horfinn. Landið alt
verður ræktaðar og raflagðar, fagrar og frjósamar
sveitir. Þá fyrst munu rætast draumar Hannesar Haf-
stein, er hann sá í anda »knörr og vagna knúða krafti,
sem vanst með fossa þinna skrúða, stritandi vjelar
starfsmenn glaða og prúða o. s. frv.
íslenskir bændur eru nú dreifðir og samtakalausir.
* Anarkistafjelag frá keisaratímunum í Petrograd.