Réttur - 01.07.1927, Side 88
186 SACCO OG VANZETTI [Rjettur
þeirra og aftaka hefir vakið um allan heim, heldur en
alþýða í nokkru öðru landi Norðurálfunnar. Það má
því ekki minna vera, en að Rjettur beri þess einhverjar
menjar, að íslenska þjóðin hafi ekki með öllu farið á
mis við þá alheimshreyfingu,. sem orsakaðist af póli-
tísku dómsmorði, í einhverju »lýðfrjálsasta« landi
heimsins, árið 1927.
Tildrög málsins eru í fám orðum þessi:
15. apríl 1920 var um hábjartan dag ráðist á tvo
skrifstofuþjóna á götum úti, í þorpinu Braintree í rík-
inu Massachusetts í Bandaríkjunum, er þeir voru á
leið til skófatnaðarverksmiðju einnar þar í þorpinu,
með launafje til verkafólksins. Skrifstofuþjónarnir
hnigu dauðir fyrir skammbyssuskotum, ræningjarnir
tóku peningana, 15776 dollara, stukku upp í bifreið,
sem að kom í sama bili, og óku með geysihraða út í
skóg. Tveirn dögum síðar fanst bifreiðin í skóginum og
spor eftir aðra minni sáust liggja þaðan. Sjónarvottar
að morðinu sögðu, að morðingjarnir hefðu litið út fyr-
ir að vera ítalskir. Nokkru áður hafði morð verið
framið með svipuðum hætti í þorpinu Bridgewater, þar
skamt frá. Virtist margt benda til, að sami óaldar-
flokkurinn hefði verið að verki á báðum stöðunum.
Nú vildi svo til, að þetta sama vor höfðu valdhafar í
Bandaríkjunum hafið ofsókn á hendur byltingasinnuð-
um mönnum, í þeim tilgangi að friða landið fyrir
»hættulegum óróaseggjum«. Um þvert og endilangt
landið fóru daglega fram handtökur »hinna rauðu«,
sem svo voru nefndir. Síðustu áratugina hafa margir
ítalskir verkamenn flúið land og fjölmargir þeiria
setst að vestan hafs. Leikur orð á að þeir sjeu yfirleitt
fremur róttækir í skoðunum. Lögreglustjórinn í Brain-
tree hafði langan lista yfir grunsamlega menn. Á þeim
lista var meðal annars ítalskur maður, Boda að nafni.
Það varð uppvíst, að hann átti litla bifreið, sem þá var
til aðgerðar á bifreiðasmiðju þar skamt frá. Smiðurinn