Réttur - 01.07.1927, Síða 89
Rjettur]
SACCO OG VANZETTI
187
fjekk skipun um að tilkynna lögreglunni, þegar bifreið-
arinnar yrði vitjað, en sleppa henni ekki.
Um þessar mundir var mikill uggur í liði róttækra
manna, einkum útlendinga. Einn þeirra, Salsedo að
nafni, var í haldi á 14. hæð á lögreglustöðinni í New
York, en fanst einn moi’gun dauður á götunni, undir
gluggum fangelsins. Allir, sem höfðu róttækar bækur
eða byltingarit í fórum sínum, keptust við að konia
þeim undan. Það gat haft alvax-legar afleiðingar, ef lög-
reglan fyndi slíkt í híbýlum manna. Morðin í Massa-
chusetts voru ekki líkt því eins ríkt í hugum manna
eins og þessar ofsóknir valdhafanna. Þessi uggur stóð
sem hæst næstu mánuðina eftir morðin í Braintree og
Bridgewater.
5. maí sama ár koma 4 ítalir inn í bifi’eiðasmiðjuna,
sem áður er nefnd, og spyrja eftir bifreiðinni, sem
gx’unur lögreglunnar var á fallinn. Þeir höfðu ætlað að
nota bifreiðina til að koma undan hættulegum ritum.
Smiðurinn fann einhverja átyllu til að synja þeim um
bifreiðina, en á leiðinni þaðan voi'u tveir þessara
manna handteknir í sporvagni og hneptir í varðhald.
Það voru þeir Sacco og Vanzetti.
Af skiljanlegum ástæðum voru þeir smeikir við að
segja hið sanna um það, til hvers þeir hefðu ætlað að
nota bifreiðina, og eins þorðu þeir ekki annað en þræta
fyrir, að þeir hefðu vopn á sjer. En þegar á þeim var
leitað, fanst sín skammbyssan á hvorum þeirra. Þetta
gerði grunsamlegar veilur í framburð þeixra fyrir
rjettinum, og á þeim veilum var svo bygð sú ákæra á
hendur þeim, að þeir væru sekir um morðin í Braintree
og Bridgewater.
Við yfirheyrslur og rannsókn málsins fengust engar
sannanir um sekt þeirra. Bannsóknum var lokið í sept-
ember um haustið, en í júlí árið eftir er fyrst dómur
upp kveðinn, og þá á þá leið, að þeir ex*u, eftir líkum,