Réttur - 01.07.1927, Qupperneq 90
188 SACCO OG VANZETTI [Rjettur
dæmdir sekir um hvorutveggju morðin og skulu iíf-
látnir.
Dómur þessi þótti frá fyrstu hendi mjög grunsam-
legur, og grunsemdirnar tminkuðu ekki við það, að
framkvæmd dómsins var stöðugt dregin á langinn.
Merkir dómarar og málfærslumenn frá ýmsum lönd-
um hafa gert sjer far um að kynna sjer forsendur þær,
sem dómurinn byggist á, og er álit þeirra um málsmeð-
ferðina mjög á einn veg. Einn af þeim mönnum, sem
ítarlegast hafa rannsakað þetta mál, er Georg Bran-
ting, sonur hins nafnkunna stjórnarforseta í.Svíþjóð.
Danska blaðið Politiken birti nýlega eftir hann ítarlega
grein um málið, og hefir Rjettur fengið sjerstakt leyfi
til að snúa henni á íslensku. Verður þeim Sacco og
Vanzetti ekki betur lýst, en gert er í grein þessari, og
er hún því tekin hjer upp í heilu lagi.
»Sannfæringu mína um Sacco og Vanzetti hefi jeg
öðlast á marga vegu. Jeg hefi kynt mjer málsskjölin,
jeg hefi hlýtt á frásagnir kunnugra manna um þá, og
jeg hefi sjálfur rætt við þá og lesið það, sem þeir hafa
sjálfir skrifað. Eins og jeg hefi svo oft áður sagt og'
skrifað, hefi jeg persónulega sannfærst um það til
fulls, að þeir eru báðir algjörlega saklausir. Þegar jeg
nú reyni að segja frá þessum mönnum, eins og þeir
koma mér fyrir sjónir, verður skoðun mín að sjálf-
sögðu mótuð af þessari sannfæringu minni um sak-
leysi þeirra. Jeg tek þetta sjálfur fram fyrirfram, til
þess að aðrir þurfi ekki að vera að vekja athygli á því
eftirá.
Þeir eru ólíkir að eðlisfari, Sacco og Vanzetti, en
báðum er sameiginlegt ítalskt ljettlyndi, sem ekki verð-
ur lýst, barnsleg bjartsýni og lífsgleði, sem kom mjer
til að líta á sjálfan mig eins og beisklyndan öldung í
samanburði við þá. Þeir eru báðir, eins og venjulega er