Réttur - 01.07.1927, Page 92
190
SACCO OG VANZETTI
[Rjettur
sig' heim til ftalíu, og' vildi því fá vegabrjef handa sjer
og fjölskyldu sinni. í skrifstofunni gerðist atvik, sem
lýsir vel barnalegri einfeldni Saccos. Skrifarinn í
sendisveitinni hafði áður sagt Sacco, að hann yrði að
koma seinna með myndir, til þess að festa á vegabrjef-
in. Nú var Sacco kominn aftur, þennan áðurnefnda
dag. En í stað þess að taka með sjer vanalegar vega-
brjefamyndir, kom hann með stóra mynd af sjálfum
sjer, konunni og drengnum, öllum á einu spjaldi, —■
stúlkan var þá ekki fædd. Þessa mynd dró hann
hróðugur upp úr stóru umslagi og sýndi skrifar-
anum. Hann skellihló auðvitað að þessari stóru
fjölskyldumynd, sem alls ekki var hægt að nota á
vegabrjef, og honum fanst meira að segja þetta at-
vik svo skringilegt, að hann fór með dýrgrip Saccos
inn í annað herbergi, og sagði skrifaranum, sem
þar var, alla söguna. Einmitt þetta litla atvik varð til
þess, að skrifarinn mundi það seinna, að Sacco hafði
komið á sendiherraskrifstofuna þenna dag, og gat þess-
vegna ekki verið í þeirri borg, sem morðið var framið í.
En vitnisburður þessa manns var ekki tekinn til
greina.
f réttarbókinni stendur skrifað, að yfirmaður
Saccos, verksmiðjueigandinn, sem líka var nágranni
hans, bar honum besta orð, og kvað hann vera mjög
reglusaman og duglegan til verka. Þetta vitni segir
ennfremur: »Jeg hefi aldrei þekt mann, sem ljet sjer
eins ant um fjölskyldu sína og Sacco«. í bókinni er líka
skýrsla um vikutekjur Saccos síðustu tvö árin og út-
dráttur úr sparisjóðsbók heimilisins, sem sýndi, að frú
Sacco hafði mánaðarlega lagt inn dálitla upphæð. Allar
þessar þurru tölur segja frá því í heyranda hljóði,
hversu Sacco hjelt sig að starfi sínu og lifði reglu-
bundnu lífi.
Þegar jeg kom til Saccos, var hann altaf kátur, já,
meira að segja fyndinn og skemtilegur. Hann var ekk-