Réttur - 01.07.1927, Blaðsíða 93
Rjettur] SACCO OG VANZETTI 191
ert sjerlega fríður, breiðleitur, skarpleitur, með hrafn-
svarta skeggrót, og fangabúningurinn fer venjulega
illa. En Sacco hefir hrein og fjörleg augu, og ítalskir
vinir hans sögðu um hann: »Sacco er eins og stúlka um
fermingaraldur, barnalegur og saklaus.« Áreiðanlega
er hann þó tilfinningaríkur maður, og hann þráir inni-
lega konu sína og börn. Hann hafði framar öllu öðru
yndi af að tala um Inez litlu.
Sacco og Vanzetti áttu oft í smávegis deilum sín á
milli, jeg varð sjálfur heyrnarvottur að því einu sinni.
Sacco vissi að í samanburði við hann var Vanzetti lærð-
ur maður, og hann hafði gaman af að stríða honum,
með því að benda á eitt og annað, sem Vanzetti gæti
samt ekki. Einu sinni sagði hann við hann: »Ekki get-
urðu sungið, Vanzetti!« — »Jú, jeg get víst sungiðk —
»Nei, þú getur ekkert sungið!« Og svo brýndi Vanzetti
röddina og söng svo undir tók í fangelsinu, til þess að
sýna, að hann gæti það.
Eftir fyrstu heimsókn mína, fjekk jeg brjef frá
Sacco. Það var fallegt og hugðnæmt brjef, sem jeg síð-
ar birti á prenti. Efni þess var þakklæti til sænsku
þjóðarinnar »og allra annara menningarþjóða«, fyrir
þá miklu samúð, sem honum og Vanzetti væri sýnd, og
fyrir það mikla verk, sem unnið væri, til þess að rjett-
lætið gæti sigrað. Seinna fjekk jeg annað brjef, þar
sem hann lýsir þrá sinni, eftir að mega vera hjá konu
og börnum, og fer mörgum orðum um »anarkistiska«
elsku sína til hins öreiga verkalýðs. Þetta brjef fanst
mjer lýsa manninum svo vel — þar sem það bersýni-
lega var skrifað, án þess að honum kæmi til hugar að
það yrði lesið af öðrum en mjer — að jeg, málsins
vegna, rjeðst í að rjúfa þagnarskyldu mína við Sacco,
og sendi það herra Lowell, formanni rannsóknarnefnd-
arinnar, ásamt nokkrum línum til skýringar. En þessi
sjötugi prófessor komst bersýnilega ekkert við af
brjefinu, hvort sem það var af því, að orð Saccos um