Réttur - 01.07.1927, Qupperneq 97
Rjettur]
SACCO OG VANZETTI
195
var um leið ekki eins upptekinn af daglegum fögnuði
og áhyggjum jarðlífsins. Vanzetti lifir næstum ein-
göngu í kenningum og hugsjónum — en hjartaþel hans
er hlýtt.
Það er einkennilegt, að þegar Bruce Bliven, frá tíma-
ritinu »The New Repubiic«, heimsótti Vanzetti, talaði
hann ekki um annað en það, að þegar búið væri að líf-
láta hann og Sacco, mættu menn til að reyna að fá
Mooney slept úr fangelsinu. Mooney var uppreisnar-
sinni, sem hafði verið ákærður fyrir glæp og dæmdur
til dauða, en fyrir afskifti Wilsons forseta var hann
náðaður, og refsingu hans breytt í æfilangt varðhald.
»Gleymið ekki Mooney! Fyrir alla muni, gleymið ekki
Mooney«, bað Vanzetti í sífellu. Jeg held ekki að
hann hafi sjálfur nokkru sinni sjeð þenna Mooney.
Við mig talaði Vanzetti um verklýðshreyfinguna í
Evrópu, um italíu og stjórnarstefnu Mussolinis.
Hvorugur þeirra mintist á þeirra mál við mig að
fyrra bragði. Jeg spurði þá auðvitað ýmislegs, en þeir
hófu aldrei máls á því sjálfir. Vanzetti sendi mjer
seinna langt brjef, einskonar sálfræðilega ritgerð, þar
sem hann lýsir Thayer dómara, með ákafa en þó rök-
fast. f hans augum er Thayer næstum að segja fulltrúi
fjandans á jarðríki. Thayer er hræsnari og þaulæfður
sófisti, segir Vanzetti.
Með þeim ofurþunga, sem svo lengi hefir hvílt á sálum
þessara tveggja manna, er furðulegt að þeir skuli geta
haldið jafnvæginu eins vel og raun er á. Vanzetti var
að vísu um tíma geðveikur. Og auðvitað voru þeir báð-
ir andlega bældir, líka þegar jeg heimsótti þá, þótt þeir
á yfirborðinu hefðu taumhald á tilfinningum sínum.
Þetta eru mennirnir, sem rjettvísin ber blákalt fram
að sjeu þaulvanir glæpamenn, ræningjar og mann-
dráparar, vel að sjer í öllum aðferðum þeirra þrœl-
menna, sem hafa glæpina fyrir atvinnu. Því þannig
13