Réttur - 01.07.1927, Page 98
196 SACCO OG VANZETTI [Rjettur
yrðu þeir bófar að vera, sem gætu hafa drýgt þann
glæp, sem Sacco og Vanzetti voru dæmdir fyrir.
(Endurprentun bönnuð).
George Branting.
Síðan dauðadómurinn var upp kveðinn eru liðin
meira en 6 ár, en aftakan var ekki framkvæmd fyr en
í sumar, nóttina milli 22. og 23. ágúst. Nokkur hluti
dómendanna, sem sektardóminn kváðu upp, greiddu at-
kvæði á móti, og víðsvegar var dómnum þegar í upp-
hafi tekið með megnustu tortrygni. Fjölda manns fanst
sæmd og álit Bandaríkjanna vera í veði, ef dómsmoið
þessi væru framkvæmd. En ómþyngst reyndust þó mót-
mæli verkalýðsins um allan heim. Þær raddir heimtuðu
nýja rannsókn á málinu, og mótmæltu harðlega hinni
fyrirhuguðu aftöku. Á hina hliðina geysaði hefndar-
þorstinn og heimtaði verkið fullkomnað. í mars 1927
staðfesti loks yfirrjetturinn dóminn. Þá var það aðeins
á valdi landsstjórans í Massachusetts, hvort dómnum
skyldi fullnægt. 10. ágúst var aftakan ákveðin. Aftöku-
dagurinn nálgaðist. Öll veröldin stóð á öndinni, og
vænti þess, að landsstjórinn mundi náða hina dæmdu.
Þeir voru búnir undir aftökuna, hárið rakað af höfðum
þeim, rafmagnsstóllinn útbúinn og alt var til reiðu. Á
síðustu stundu kom svo boðskapurinn: »Engin aftaka í
dag«. En það var aðeins tólf daga frestur. Tólf dögum
seinna fjekk háspennustraumurinn að vinna sitt verk.
Alt var fullkomnað. Eftir 7 ára fangelsisvist voru lík
bandingjanna borin meðvitundarlaus til hinstu hvílu.
út um allan heim ljúka blöðin að heita má öll upp einurn
munni, hverri stjórnmálastefnu, sem þau fylgja. Rjett-
vísinni hefir verið vafinn úlfhjeðinn að höfði, saklausii
menn lífi sviftir. En alvara málsins er ennþá ægilegri en
það. Undir yfirskini sektar fyrir ægilegustu illræðis-
verk, er tveimur mannslífum fórnað á blótstalli mamn>