Réttur - 01.07.1927, Síða 99
Rjettur] SACCO OG VANZETTI 197
ons, fyrir það eitt, að í brjóstum þeirra bærast draum-
ar um nýjan heim, þar sem mammoni verði af stóli
steypt. Það eitt, að mennirnir eru útlendingar og trúa
ekki á almætti og ágæti dollarans, er dómaranum rjett-
læting hins harðasta dóms, þótt sannanir sjeu engar fá-
anlegar fyrir sekt, en aftur á móti mjög sterkar sann-
anir í'yrir sakleysi. Mundu ekki flestir övilhallir dóm-
arar hika við að dæma mann sekan, sem getur fært
vitni að því, hvar hann er staddur, á þeim tíma, sem
morðið er framið. Eða mundi það geta talist einleikið,
að láta fullkomna játningu annars manns, um að hafa
framið glæpinn, eins og vind um eyrun þjóta. ötal
margt fleira mætti til týna af því tæi, ef rúm leyfði.
Þetta, er heldur ekki eina dæmið um þesskonar dóma
í Bandaríkjunum. Árið 1886 var hörð stjettabarátta
háð um 8 stunda vinnudaginn. Kvöld eitt var verklýðs-
fundur haldinn á torgi einu í Boston, til að mótmæla
harðýðgi lögreglunnar. Um 1000 manns voru saman-
komnir. Þá var alt í einu sprengikúlu varpað í hópinn.
Einn lögregluþjónn beið bana af og margt manna særð-
ist. Enginn vafi lék á því, að sprengikúlunni var stefnt
til höfuðs mannfjöldanum, og að hún því hlaut að koma
frá einhverjum lögreglunjósnara, en samt voru 8 þýsk-
ir verkamenn teknir úr hópnum og dæmdir sekir iim
tilræðið. 7 voru dæmdir til dauða, en sá 8. í æfilangt
fangelsi. 7 árum seinna Ijet landsstjórinn taka þetta
mál upp að nýju. Við þá rannsókn sannaðist það, að
fyrri dómurinn hafði verið rangur. Þegar sú endur-
skoðun fór fram, skarst ekki eins í odda milli verka-
lýðsins og auðvaldsins. Þrælaliði mammons var þá ekki
eins mikil nauðsyn á að sýna hinum kúguðu í tvo heim-
ana.
Árið 1916 var handsprengju varpað niður í liðs-
mannaflokk, er var á leiðinni til vígvallanna. Verka-
maður einn, sem opinberlega hafði beitt sjer gegn þátt-
13*