Réttur - 01.07.1927, Side 101
Rjettur]
SACCO OG VANZETTI
199
arfar þess er aðgætt niður við kjölinn. Sacco og Van-
zetti marka síðasta blóðsporið á þeim ferli, en hver
getur sagt, hve langt verður að bíða þess næsta.
Aftökutækin í Bandaríkjunum eru auðvitað af nýj-
ustu tísku. Hinn seki situr fjötraður á »rafmagnsstól«,
og gífurlega háspentu rafmagni er hleypt í gegn um
líkama hans. Nú eru sjerfræðingar teknir að draga það
í efa, að örugt sje að slíkur rafimagnsstraumur skilji
menn við íífið. Telja þeir jafnvel eins líklegt, að hann
aðeins svæfi, eða stöðvi líffærastarfið aðeins um stund,
en að maðurinn geti vaknað aftur til lífsins. Sje
svo, fer líflátið fyrst fram á líkskurðarborðinu.
Hafa þessar efasemdir vísindanna vakið geysimikið
umtal víða um lönd. En valdhafar Bandaríkjanna láta
sjer hægt um að rannsaka til fulls verkanir rafmagns-
stólsins. Þeim er ekki svo sárt um afdrif þeirra manna,
sem í honum lenda. Fyrir þeim er það aðalatriðið að
»hættulegum,« mönnutm sje svift burt af leiksviði lífs-
ins. En vera má að rafmagnsstóllinn eigi eftir að vekja
af dvala kúgaða krafta, sem með þjóðinni búa. Og ó-
sennilegt er það ekki, að blóð þeirra Saccos og Van-
zettis hrópi skapadóminn yfir höfuð þeirra drottin-
valda, sem óhæfuna frömdu, eða ljetu hana viðgangast.
Fyrir kúgaðan verkalýð allra landa hafa þeir Sacco og
Vanzetti liðið píslarvættisdauðann. Hjer eftir verða
þeir leiðarstjörnur, sem vísa veginn. Afdrif þeirra
sýna okkur það svart á hvítu, við hverju má búast,
meðan peningavaldið veltist af handahófi á höndum
einstakra manna.
Steinþór Guðmundsson.