Réttur - 01.07.1927, Side 102
Öreigalist----Anton Hansen.
Öreigar------list? Hvað geta þær andstæður átt
saman að sælda? Hefur ekki listin á öllum tímum ver-
ið augnagaman hinna ríku og voldugu? Hefur það ekki
verið hlutverk hennar að skreyta hallir höfðingjanna
með meistaraverkum málara- og myndhöggvara-listar?
Eru hreysi öreiganna ekki óhugsanleg sem bústáður
hinnar tignu, hreinu listadísar? —------
Alt frá því hin svonefnda menning skapast, hefur
aðaleinkenni hennar verið það, að örlítill hluti mann-
anna hefur notið allra gæða hennar, en mestur hluti
mannkynsins, hinnar vinnandi undirokuðu stjettij',
hafa orðið að verja öllu lífi sínu til þess að byggja
grundvöll þjóðfjelagsins, atvinnulífið. Hinir frjálsu,
grísku borgarar, er vörpuðu af sjer allri vinnu yfir á
þrælastjettina, gátu skapað hina köldu, »hreinu« grísku
list; gríska þrælastjettin átti enga list. List endurreisn-
artímabilsins skapast við hirðar furstanna í ftalíu og
er merkt þeirra marki, að listaverkum einstakra upp-
reisnaranda (svo sem Michel Angelos) undanskildum.
En ánauðug bændastjett ftalíu og fátækir verkamenn
Florens og annara »listaborga« gátu lítt neytt þeirra
skapandi hæfileika, er í þeim bjuggu.
Nú hafa mennirnir fundið upp vjelarnar og geta með
þeim ljett af sjer þrældómnum, er á þeim hefur hvílt.
Nú hafa undirstjettirnar öðlast þau skilyrði, að geta
aflað sjer frelsis, ef þær geta steypt þeim valdhöfum,