Réttur - 01.07.1927, Síða 104
202 ÖREIGALIST-------ANTON HANSEN [Rjettur
gildi sitt í mannfjelaginu. Uppreisn þessa jötuns, er
legið hefur fjötraður, brýst nú fram á öllum sviðum
mannlegs lífs. Hinar undirokuðu stjettir boða nýtt
þjóðfjelag, nýjan hugsunarhátt, nýja menn. öll stefna
þeirra er í algerri andstöðu við ríkjandi skipulag.
Verkalýðurinn verður því að heyja miskunnarlausa
baráttu gegn yfirstjettinni, gegn peningavaldi nútíin-
ans. Aðalvopn hans í þessari baráttu eru samtökin.
Þau eru það, sem að endingu útkljá deiluna. En hugs-
unarháttur verkalýðsins brýst og brátt fram á öðrum
sviðum. Með Marx og Engels brýtur hann sjer braut
inn á svið heimspekinnar, hagfræðinnar, sögunnar —
og umturnar þar öllum borgaralegum hugmyndum,
setur nýtt mat allra hluta. Sama uppreisnin brýst
fram í bókmentunum með Andersen-Nexö, Maxim
Gorki, Henri Barbusse, Upton Sinclair, Jóhannes
Becher og ótal fleiri. Og jafnvel málara-ogmyndhöggv-
aralistin verða að »lúta svo lágt« að verða vopn í
hendi þessara uppreisnarmanna, verða þessum »öreig-
um« að bráð, yfirgefa um stundarsakir hinar háu
hæðir mannfjelagsins, þar sem heimkynni þeirra hing-
að til voru. Því — verkalýðurinn beygir sig ekki fyrir
þeim listaskoðunum borgarastjettarinnar, að listin
skuli aðeins vera til unaðar og aðdáunar; hann er í
engri þörf fyrir fegurðardýrkun eina saman. Þótt
hann síðar, að stríði sínu loknu, kunni að fá næði til
að njóta listarinnar, þá getur hann nú ekki skoðað
hana sem annað en eitt af þeim andlegu tækjum, er
maðurinn beitir fyrir sig í lífsbaráttunni. Hún verður
að verða vopn hans í frelsisbaráttunni.
Listin endurspeglar altaf afstöðu skapara hennar til
mannfjelagsins. Hvað á verkalýðurinn mannfjelagi
vorra tíma upp að unna? Ekkert! Það verðskuldar frá
honum aðeins hatur og háð. Hatur fyrir órjettlæti
þess, fátækt, hernað og hörmungar. Háð fyrir hræsni
þess, hroka og skinhelgi. —