Réttur - 01.07.1927, Blaðsíða 106
204 ÖREIGALIST------ANTON HANSEN [Rjettur
ar völdin eru að færast frá einni stjett til annarar, ber
þó engn síðurálist undirstjettarinnar — og þar kveður
altaf við sama tóninn, hvaða stjett, sem í hlut á. Lesið
hinar þungu fordæmingar yfir samtíðinni út úr mynd-
um Michel Angelos! Finnið' hið miskunnarlausa háð
og hatur í fyrstu leikritum Schillers. Lesið »Skradd-
araþanka« Jónasar Hallgrímssonar, lesið árásarkvæði
Shelleys. Borgarar, bændur, verkamenn; hjá öllum
skapar kúgunin sömu tilfinningar, alstaðar verður af
listamönnum kúguðu stjettarinnar gripið til sama
vopnsins, háðsins. Það virðist bíta best.
»Háðið nógu napurt og nógu biturt, hefur um allan
aldur heimsins verið besti læknirinn fyrir mannkynið«,
segir Gestur Pálsson. Háðið hefur altaf verið örugg-
asta listrænt vopn undirstjettanna gegn valdhöfumim.
Heine, Kielland, Anatole France, Shaw, Gestur og
Þorsteinn beittu allir þessu vopni af list. Og málararn-
ir, sem sömu afstöðu hafa tekið, standa þar eigi aftar.
Alt frá Daumier til Georgs Grosz hafa háðmyndir mál-
aranna verið sem þyrnar í rósasveig þeim, sem
hinir »viðurkendu« listamenn hafa undið um höfuð
valdhafanna. Einn þessara ástungumanna er danski
teiknarinn Anton Hansen.
Það er til tvennskonar Danmörk. önnur er aðsetur
heimatrúboðs, D. D1. P. A., D. F. D. S., Stór-dananna
o. s. frv., hið útvalda land broddborgaraskaparins; hin
er átthagi Andersen-Nexös, Jeppe Aakjers, Holger
Drachmanns, Danmörk »Pelle Erobrerens«* og »Barna
reiðinnar«.** Anton Hansen er úr hinni síðarnefndu.
Hann er einn af þeim fáu dönsku listamönnum, er haft
hefur hug til að gerast málsvari verkalýðsins frá byrj-
* Hin fræga verklýðssag'a Nexös.
** »Vredens Börn«, sveitasaga Jeppe Aakjærs, lýsing á eynicl
sveitavinnufólksins.