Réttur - 01.07.1927, Síða 110
208 ÖREIGALIST------ANTON HANSEN [Rjettur
að og tilbeðið, og sviftir það öllu því djásni, er menn-
irnir hafa sveipað það í, og lætur það standa allsnakið
frammi fyrir augum allra, sýnir það frá sjónarmiði
verkamannsins, öreigans. Teikningar eins og »Jóla-
kvöld«, »Þingræði«, »Upprisa trúarinnar«, »Skapað-
ur í guðs mynd«, »Jólastemning« eða »Andinn frá
Locarno«, sem birtist hjer, eru flest snildarlegar háð-
myndir.
Það var sem hressandi stormur í danskri málaralist,
þegar myndir Antons Hansens tóku að birtast. Aðferð
hans, efnisval og andi braut alveg í bág við þá logn-
mollu miðlungsmenskunnar, er þá ríkti. Hann hefur
haldið stefnu sinni og síst sveigt af, nje látið viður-
kenningu þá, sem hann hefur hlotið á síðari árum,
spilla sjer. Hjer skal ekki sögð æfisaga hans, nje reynt
að lýsa anda hans og list frekar; nokkur sýnishorn
verða hjer sjálf að tala,* en »Rjettur« vonast til að geta
ef til vill síðar birt fleiri myndir þessa ágæta teikn-
ara.
Anton Hansen er gleðilegur vottur um vaknandi
sjálfstæðismeðvitund listamannanna, um baráttu
þeirra l'yrir að losa sig af klafa borgaralegrar listar og
hugsunarháttar; vottur um að listamennirnir sjeu að
hætta að vera þjónar auðs og valda, að verkamenn heil-
ans skipi sjer í fylkingu með verkamönnum handanna.
Penslar þeir, sem áður máluðu »madonnur« og engla,
síðar konunga og fursta, eru nú farnir að gefa sig að
olnbogabörnum þjóðfjelagsins. Listamennirnir eru
farnir að brenna í eldi háðs síns það, sem þeir áður til-
báðu. Masareel, Kathe Kollwitz, Georg Grosz og Anton
Hansen eru fögur tímanna tákn um að uppreisnin gegn
* Þeim, er vilja kynna sjer Anton Hansen nánar og fá myndir
af teikningum hans, skal vísað á bók með fjölda mynda, er
nýlega kom út í »Axel Junckers Forlag, Köbenhavn K« og
heitir iiAnton Hansenz.