Réttur - 01.07.1927, Page 112
Tíu ára verklýðsvöld.
1917 — 7. nóv. - 1927.
I.
Promeþevs, eldgjafi mannanna, uppreisnarandi
mannkynsins, var sleginn böndum. Fulltrúi hins frjálsa
mannsanda var fjötraður við grýtta jörð bjargræðis-
áhyggjanna. Ernir auðs og valda slitu hold hans og
veittu honum undir sárar. Þjáningarsaga hins kúgaða
mannkyns var hafin. Harðstjórar himins og jarðar
höfðu keyrt eldandann mikla, hið sískapandi, vinnandi
afl, í fjötra sína, lagt undirstjettirnar í læðing eignar-
rjettar og ríkisvalds, dvergarnir höfðu með slægð knú-
ið jötunn þann, er byggingu mannf jelagsins bar, til
þjónustu við sig.----
Aldir líða, undir kúgaðra svíða. Myndir fortímans
birtast fyrir hugskotssjónum hins bundna Promeþevs.
Egiftskir þrælar draga risahellur óravega, til að
reisa kúgurum sínum eilíf minnismerki þrældómsanda
og listasmíðs. Svipur harðstjóranna ganga á berum
bökum þeirra. Alt er umborið; undirstjettin á enga
von. Einstaka sinnum bregður ljósi yfir hugi hinna
hrjáðu. Einn eldandi vogar að hvetja lýðinn til óhlýðni,
uppreisnar og byltingar og láta allri bölvun rigna yfir
kúgarana. En glampi frelsisins fölnar von bráðar.
Minning Móse firnist, uppreisnarmaðurinn hverfur í
klerkakreddum um langan aldur, en löggjafinn lifði.
Rómverskir þrælar skylmast. Líf undirstjettanna er