Réttur - 01.07.1927, Page 113
Rjetturj TÍU ÁRA VERKLÝÐSVÖLD 211
orðið yfirstjettunum einskis virði. Sem óargadýr eða
naut til ats, eru fyrrum frjálsir menn aldir upp til að
skemta »rómverskum borgurum« með því að drepa
hvor annan. Lífshamingja! Mannrjettindi! Hvaða
kröfu eiga hinir kúguðu til slíks? — öll meðvitund um
mátt er seigdrepin. — En á reiðiskjálfi leikur þó hið
volduga Rómaríki, þegar þessir hefjast handa — um
stutta stund. Spa?-talms! Hættulegasti fjandmaður
Rómar, glæsilegasti foringi kúguðustu stjettar heims-
ins. Krossfestur með 7000 öðrum. Slíkar eru kvalir
frelsisfrömúðanna.
Ánauðugir bændur þræla. Voldugur aðall hvílir sem
mara á alþýðunni. Vargar yfirstjettanna skirrast eigi
rána, ofbeldis eður víga. Alstaðar í Evrópu ólgar. Al-
staðar í heiminum er bændastjettin ánauðug; kínversk-
ir mandarínar, indverskir furstar, katólsk kirkja, mið-
alda ljensaðall, rússneskir zarar, Gottskálkar og Ger-
rekssynir allra alda: það eru ernir þeir, er slitið hafa
hold þessara náttúrubarna frá kynslóð til kynslóðar.
Engin samtök, engin von hjá undirstjettunum. Harð-
stjórarnir dreifa og drotna. — Aðeins öðruhvoru skek-
ur risinn ernina af sjer, — en afleiðingin er aðeins
nokkrir krossar í viðbót, nokkrir bálkestir »guðum«
himins og jarðar til lofs og dýrðar. Mlinzer, Bruno,
Húss. Bál og brandur eyðir líkömum brautryðjend-
anna, en andann fá þeir ekki deytt.------
Eldgjafinn, hugvitið persónugjört, gefur mannkyn-
inu annan eld; nýr sigur er unninn yfir náttúrumii.
Gufuaflið, rafmagnið ganga í þjónustu mannanna. En
»mennirnir« — það eru enn sem komið er aðeins eigna-
»mennirnir«. Þeir öðlast vald hins nýja elds. Hinir
verða þrælar áfram, þrælar vjelanna. Auður mann-
kynsins eykst og margfaldast. Eldandinn, auðskapar-
inn, innibyrgður í vjelunum, gerbyltir skilyrðum
mannkynsins á skönunum tírna. Hann vex valdhöfun-
14