Réttur - 01.07.1927, Síða 114
tRjettur
212 TÍU ÁRA VERKLÝÐSVÖLD
um yfir höfuð. Þeir ráða ekkert við andann, sem þeir
hafa töfrað fram. Skipulag yfirstjettanna verður leik-
soppur í hendi hinna máttugu framleiðsluafla. Þau
þeyta því frá einni kreppunni til annarar, frá einu
samkepnisstríðinu til þess niæsta, þau knýja auðvöld
allra landa til hins trylta kapphlaups, er valdhafarnir
sjálfir sjá ei fyrir endann á. Loks sprengja framleiðsu-
öflin af sjer böndin. Loks ganga þróunarkraftarnir
sjálfir í lið með hinum undirokuðu. Loks skapar kúg-
unin sjálf þann mátt, er gat hana yfirunnið. Vjeliðn-
aðurinn og auðvald nútímans herða hið deiga járn í eidi
samtaka, verkfalla, hungurs og uppreisna. út úr síð-
ustu eldvígslu heimsstríðsins kemur yngsti fulltrui
undirstjettanna, verkalýðurinn, albrynjaður fram á
sjónarsviðið; róttækasti uppreisnarandi sögunnar
brýst frarn í argasta harðstjórnarveldi heimsins — og
sigrar.
ógn og ótta slær á alla valdhafa jarðar. Franskir
lýðveldisforsetar, japanskir keisarar, breskir konungar
hræðast bundnu þrælana hver í sínu landi. — Titring-
ur fer um verkalýð heims. Glímuskjálfti? — Vonin
vaknar á ný um frelsi af fjötrum. Hnefinn kreppist um
öx námumannsins. »Getum við slíkt sem þetta ?« —
Sjálfstraust, máttur hinna kúguðu vex. Frelsisfrömuð-
irnir alt frá Japan til Californíu, frá Ástralíu til is-
lands, fagna byltingu lítilmagnans, heilsa sigri smæl-
ingjanna.
Er hann heims úr böli boginn,
blóðugur að rísa og hækka,
múginn vorn að máttkva, stækka?
Sannleiksvottur, lýtum loginn!
Ljós, sem fyrir hundrað árum
Frakkar slöktu í sínum sárum?
Lítilmagnans morgunroði?
Fóttroðinna friðarboði?
(St. G. St.: »Bolshe\iki«, 1918).