Réttur - 01.07.1927, Side 115
Rjetturj TÍU ÁRA VERKLÝÐSVÖLD 213
Promeþevs hefur brotið hlekkina; undirstjettirnar,
kúgaðir verkamenn og bœndur, ná völdum í næst-
stærsta stórveldi heims. Allir gammar — ernir — varg-
ar þyrpast til að rífa og slíta á ný. England, Frakk-
land, Ameríka, Japan — — ekkert dugar. Blöð og
kirkja bannfæra hina nýju uppreisn gegn goðum og
mönnum. Harðstjórar himins og jarðar setja öll ill öfl
af stað. En uppreisnin sigraði — og sigrar enn. Verka-
menn og bændur hafa farið með völdin í sjötta hluta
heimsins í 10 ár.
Hið þjáða mannkyn hefur hafið frelsisbaráttu sína.
í öllum löndum heims týgja allar undirstjettir, sem ein-
hvern snefil hafa af frelsisást, sig til síðasta hildar-
leiksins. Miljónir smælingja, sem áður hafa þögulir
þjáðst, hefjast nú handa. Miljónum tindrandi augna,
sem áður störðu tárvot, vonlaus á fjötra sína, er nú
beint að ríki lítilmagnanna, sem í 10 ár hefur varist of-
sóknum stórvelda heimsins. Kínverskir bændur, ind-
versk alþýða, egiftskir fellahs — alt, sem áður þótti
rammast reyrt fjötrum vana og dáðleysis, fáfræði og
erfðakenninga, umhverfist í frelsisfrömuði; vinnujöt-
uninn reisir sitt bogna bak eftir aldakúgun og hristir
af sjer hallir og herra, kirkju og klerka. Stórkostleg-
asti hildarleikur mannkynsins stendur fyrir dyrum.
Loki er laus að dómi »goða«. Kúgunartími mannkyns-
ins á enda að dómi alþýðu.
óvissan grípur alla. Ekkert, sem bygst hefur á vana
og valdi erfða og yfirmanna, er framar örugt. — Jörð
skelfur, er hlekkir risans taka að falla til jarðar. - —
Hof og hallir hrynja, aðeins það, sem stenst fyrir dómi
hinna vinnandi stjetta, er nú sækja fram, er trygt.
Geigurinn heltekur hugsun valdhafanna, er þeir horfa
fram í tímann.
»Því enginn má vita hvað orðið er þá;
af auðsins og guðanna friði,
14*