Réttur - 01.07.1927, Qupperneq 116
214 TIU ARA VERKLÝÐSVÖLD [Rjettur
er hundraðið fimta er sigið í sjá
og sól þess er runnin að viði«.
(Þ. E.)
-----Alþýðunni eykst ásmegin við aflraun hverja.
Ragnarökkur auðvaldsins nálgast.-----—
II.
7. nóvember 1927 eru tíu ár liðin síðan rússneskur
verka- og bændalýður, undir stjórn rússneska kommún-
istaflokksins, hóf hina róttækustu byltingu, er sögur
fara af, kommúnistabyltinguna, er steypti rússneska
auðvaldinu af stóli og útilokaði Yq hluta heimsins frá
áhrifum alheimsauðvaldsins. Eftir tíu ár stendur enn-
þá rússneska kommúnistastjórnin, sterkari, voldugri
en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir tíu ár borgarastyrj-
aldar, árásarstríða, hungursneyðar, einangrunar og alls-
konar fjandskapar hefur rússnesku kommúnistastjórn-
inni tekist að reisa landið við eftir styrjaldarhönnung-
arnar, þannig að öll framleiðsla, er komin á hærra stig
en fyrir stríð. Það er meir en öllum enskum stjórnum
síðan 1918 hefur tekist að gera í auðugasta landi Norð-
urálfunnar; hafa þó bæði íhaldsmenn, frjálslyndir og
socialdemokratar reynt það af fremsta megni, en fram-
leiðslan er ennþá minni en fyrir stríð; var þó Englandi
landa mest hlíft við eyðileggingum ófriðarins. Nú koma
sendinefndir frá verklýðsstjettum allra landa til ráð-
stjórnarríkjanna og flytja fjelögum sínum heim aftur
boðskapinn um hver undur sjeu að gerast þar austur
frá: alþýðan sje sjálf að byggja sjer upp skipulag sitt,
alþýðan, sem altaf hefur útlæg verið á ættjörð sinni,
hafi slegið eign sinni á hana og alt blessist vel án »höfð-
ingja« þeirra, er taldir eru nauðsynlegir annarstaðar.
Rússneska byltingin er upphaf heimsbyltingar. Síð-
an 1917 er heimurinn klofinn í tvær hersveitir, sem
andvígar standa hvor annari og munu berjast uns yfir
lýkur. Annarsvegar verkalýður heimsins með alþjóða-