Réttur - 01.07.1927, Page 117
Rjettur]
TIU ÁRA VERKLÝÐSVÖLD
215
samband kommúnista í broddi fylkingar og ráðstjórn-
arríkin sem öruggast vígi; hinsvegar auðvald heimsius
með Bandaríkin sem bakhjall. Róstum og skærum, er
öðru hvoru verða að skaðræðisstríðum, mun ekki linna
milli þessara tveggja afla fyr en annaðhvort ber sigur
úr býtum. Aðalskylda allrar alþýðu er nú að búa sig
undir þessa orrahríð — og þar má margt af rússnesku
byltingunni læra.
Verkalýðurinn þarf að geta uppfylt fjölda skilyrða
til að geta tekið svo risavaxið hlutverk á hendur, sem
rússneski verkalýðurinn hefur gert og hepnast svo vel.
Fyrsta skilyrðið er að verða andlega frjáls. Verka-
lýðurinn verður að losa sig gersamlega af öllum þeim
hleypidómum, sem borgaralegur hugsunarháttur og
borgaraleg vísindi reyna að ala upp og halda við hjá
honum. Hann verður að geta gagnrýnt hið borgaralega
þjóðfjelag alt frá framleiðsluskipulaginu upp í hinar
»óháðu« lista- og bókmentaskoðanir þess. Hið skæða
vopn hans í þessari rannsókn er Marxisminn, hinar að-
dáanlega skörpu kenningar Marx og Engels, einkum þó
þróunarskoðunin og sögulega efnishyggjan. Marxism-
inn er lífsspeki verkalýðsins. Marxisminn er hin vís-
indalegu rök kommúnismans fyrir möguleika sínum til
að ráða fraim úr kreppum auðvaldsskipulagsins. Úrvals-
lið verkalýðsins verður að skilja Marxismann og beita
honum fullkomlega til að verða fært um að ganga á
undan í baráttunni. Andlegt frelsi meginhluta verka-
lýðsins er óhjákvæmilegt skilyrði. Andlegir þrælar gera
enga mannf jelagsbyltingu.
Verkalýðurinn verður að vera sterkur. Samtök hans
verða að vera þroskuð í ótal eldraunum, verkföllum,
kosningum, smáskærum. Verkalýðurinn verður að
þekkja vald sitt, hafa samtök til að nota það og þora að
beita því vægðarlaust. Auðmennirnir sjá venjulega fyr-
ir því að kenna honum það.
Vei-kalýðurinn verður að vera einhuga. Sundraður