Réttur - 01.07.1927, Page 118
216
TÍU ÁRA VERKLÝÐSVÖLD
[Rjattur
verkalýður getur ekki náð völdum nje haldið þeim. Ein-
huga er verkalýðurinn ekki fyrr en meginhluti hans
skipar sjer um hinn kommúnistiska verklýðsflokk. í
Rússlandi gat verkalýðurinn ekki sigrað fyr en hann
hafði sannfærst um svik socialdemokratanna, er fylgdu
borgurunum, og skipað sjer einhuga um flokk Bolshe-
vika. I' Þýskalandi brást byltingin sökum sundrungar
verkalýðsins, því meirihluti hans ljet blekkjast af soci-
aldemokrötum.
Verkalýðurinn, og einkum úrvalslið hans, kommún-
istaflokkurinn, verður að vera jafn miskunarlaus við
sjálfan sig sem andstæðinga sína. Hann verður að gera
miklar kröfur til sjálfs sín, skapa stálharðan aga í
flokk sínum, því á sumum augnablikum má hvergi láta
bilbug finna, ef vel á að fara.
Verkalýðurinn þarfnast ágætrar stjórnlistar og
lægni. Hann er frumherji allra annara kúgaðra þjóða
og stjetta og verður að sjá um að skapa fast og órjúf-
andi samband við bændur, við nýlenduþjóðirnar, við
alla þá, sem kúgaðir eru og þjást af órjettlæti mann-
fjelagsins. Aðeins fullur skilningur á þessu hlutverki
sínu getur gefið verkalýðnum það siðferðislega þrek,
sem hann þarf til að rækja starf sitt.--------
Kommúnistaflokkur ráðstjórnarlýðveldanna hefur
staðist þessa raun. Nú stendur bráðlega nýtt stríð fyr-
ir dyrum. Þá verður barist fyrir sigri sosialismans,
fyrir lífi ráðstjórnarlýðveldanna. Þá reynir á hvað
verkalýður annara landa hefur lært og hve hann hefur
þroskast.------
Þetta liðna tíu ára tímabil er örlaga- og reynslu-rík-
asta skeið, sem verklýðshreyfingin enn hefur runnið.
Hvert einasta ár hefur letrað ártal sitt með blóðugu
letri í sögu verkalýðsins. Svikin bylting á Þýskalandi,
morð á Liebknecht og Luxemburg, töpuð bylting í Ung-
verjalandi, bæld niður uppreisn í Þýskalandi, sigur
fascisma á ítalíu, blóðug kúgun alþýðu í Búlgaríu, sig-