Réttur - 01.07.1927, Page 119
Rjettur]
TÍU ARA VERKLÝÐSVÖLD
217
ur afturhaldsbyltingar á Spáni, Póllandi, Lithauen,
svikið og tapað allsherjarverkfall í Bretlandi — aðeins
ráðstjórnarlýðveldin hafa staðist storm afturhaldsins,
er reist hefur upp höfuðið undir eins og undir ófriðar-
ins tóku að gróa. En í Asíu hefur fána ve.rkalýðsins
verið haldið því hærra — og alstaðar í Evrópu magn-
ast verklýðshreyfingin mjög — þrátt fyrir alt. Það
sýnir uppreisnin í Wien í sumar best. Undir í djúpun-
um ólgar meir en nokkru sinni fyrr, en ólgan getur enn
ekki brotist út.
En alt bendir til að brátt muni springa á kýlinu.
III.
Ófriður nálgast. Verkalýður ráðstjómarlýðveldanna
á ekki að fá frið til að fullkomna viðreisnarstarf sitt.
Gammarnir, sem áður voru brottreknir, hafa nú hvílst
og hyggja til veiða á ný. England undirbýr styrjöld
gegn Rússlandi. Afturhald auðvaldsins hefur þegar
hafið sókn gegn verkalýðnum. Alþjóðaræningjarnir
ætla á ný að koma sjer saman um að skifta heiminum
upp á milli sín.
Friðarhjalið eykst. »Þjóðabandalagið bannar árásar-
stríð!!« Eins og nokkur þjóð hafi nokkurntíman hafið
árásarstríð! öll stríð hafa auðvitað verið háð til að
»verja föðurlandið!« — Blöðin boða frið. »Locarno-
andinn« magnast — að sögn. Eiturgasverksmiðjurnar
auka framleiðsluna. Hergögnin eru aukin og endur-
bætt. »Föðurlands-ástin« er efld.
Allar hönnungar hernaðarins bíða mannkynsins eft-
ir skelfingar »friðarins«. Stórveldin með England í
broddi fylkingar hefja ófrið gegn rússnesku ráðstjórn-
arlýðveldunum á næstu árum. Styrjöld er óhjákvæmi-
leg meðan auðvaldið er ekki brotið á bak aftur. Stór-
veldin hafa ekki þorað að byrja ófriðinn enn, því fyrst
þarf að kefla verklýðshreyfinguna heima fyrir og kæfa
kommúnismann þar.