Réttur - 01.07.1927, Side 120
218
TÍU ÁRA VERKLÝÐSVÖLD
[Rjettur
Heimsstríðið næsta verður allsherjar borgarastyrj-
öld, ef verkalýðurinn þekkir sinn vitjunartíma. Þá
reynir á hvort hægt verður að mynda eina heild úr öll-
um starfandi stjettum heims gegn ofríki auðs og valda.
Þá reynir á hvort bræðralagshugsjónin, sem prjedikuð
hefur verið af kristindómnum í tvö þúsund ár, og
»praktiseruð« best af verkalýð síðustu tíma, hefur náð
nógu sterkum tökum á alþýðunni; hvort hún hefur los-
að sig af klafa borgaralegra hleypidóma, þjóðernisæs-
inga og slíkra firra.
Fyrsta skylda hvers verkalýðs er að berjast gegn yf-
irstjettinni í landinu sjálfu, hefja borgarastríð gegn
henni, ef hún vogar að steypa þjóðinni út í styrjöld. í
þessu hefur rússneski bænda- og verkalýðurinn undir
stjórn Lenins gefið öllum undirstjettum fegurst for-
dæmi 1917. Hvílíkt siðferðislegt þrek þarf ekki til að
breyta þannig gegn aldagömlum venjum og viðteknum
öfgum, er brennimerkja slíkt framferði sem landráð og
ódrengskap. Allir verklýðssinnar viðurkenna nú að
rjett hafi verið breytt, er þessi »landráð« voru framin
af bolshevistiskum bændum og verkalýð. — En hverjir
munu þora að feta í fótspor þeirra, er næsta stríð
hefst? Foringja mun ekki skorta sem síðast. Lieb-
knecht-um mun varpað verða í dýflissu, nýir Jaurés-
líkar myrtir. En verður fjöldinn fær um sitt starf ? Fyr
eða síðar mun hann verða það. En hvert mannsstarf,
sem fram er lagt af dugandi drengjum, til að búa und-
irstjettirnar undir hlutverk sitt, styttir þjáningastund-
ir mannkynsins, sparar komandi kynslóð að lifa þær
hörmungar, sem hin núlifandi verður að þola. Krafa
rússnesku bændanna og verkamannanna í stríðinu 1917
var: »Brauð og friður«. Það virðist hið minsta sem
skapendur auðsins geta krafist, þegar mannkynið er
auðugra en nokkru sinni fyr. Þó er einungis þetta aðal-
heróp alþýðunnar um heim allann, aðalkrafa hennar til
valdhafanna — og fæst ekki fullnægt.