Réttur - 01.07.1927, Page 122
Víðsjá.
Uppreisnarmaðurinn mikli.
Lenin var skapaður til þess að standa í broddi fylking-
ar iniljónanna og stefna þeim til orustu á mesta byltinga-
og uppreisnartíma mannkynssögunnar. — Hann var fædd-
ur á bökkum Volgu, á landamærum Evrópu og Asíu. Sag-
an skapaði þenna foringja, eins og hún hefði sjeð fyrir
þessa umrótsöld — áratugi styrjalda og byltinga.
Hann hafði eldheitan áhuga á byltingu og bar í brjósti
ótrauða einbeitni þeirrar stjettar, sem »engu hefir að týna
nema h!ekkjunum«, — og stefnir að því að »sigra heilan
heim«.
Sagan fjekk honum að vopni æðsta afreksverk heims-
menningarinnar, sem gjört er af mestu skörungum mann-
kynsins, — o: vopn vísindalegrar jafnaðarstefnu, marx-
ismann.
Og hún ljet uppreisnarandann, byltingar-hugann læsa
sig um hann. Sár tilfinning óánægju og uppreisnar, sem
um aldaraðir hafði aukist og magnast í »undirdjúpum
mannheims: á meðal þræla stórborganna og nýlendnanna,
bjó honum í brjósti — og stjórnaði stálhörðu viljamagni
hans. —
Or undirdjúpum sögunnar rísa roknabyljir uppreisn-
anna, sem skelfa veröld alla. f>á lætur kúguð þrælafjöld
drotnara sína vita af tilveru sinni — þrælarnir, sem eiga
að baki sjer sögu aðeins uin breytingar á skipulagi þræl-
dómsins. —
Löng röð byltingar-eldgosanna, sem varpar ljósi á veg