Réttur - 01.07.1927, Qupperneq 123
Rjettur]
UPPREISNARMAÐURINN MIKLI
221
mannkynsins, var meginþáttur þróunar lians. Lenin virtist
aldrei sú röð eingöngu söguleg rannsóknaratriði eins og
ýmsum öðruin (Kautsky, Plechanov).
Eftir Parísar-uppreisnina 1871 var það Lenin — og
hann einn, — sem tók upp og hjelt áfram, bæði í hugsun
og verki, hinum rauða þræði mannkynssögunnar, -— og
það var því líkast, að hann gerði það með þegjandi sam-
þykki miljóna kúgaðra manna.
Lenin undirbjó, án þess að láta nokkurt smáatriði fara
forgörðuin eða sleppa nokkru af hversdagsvinnunni, í sí-
fellu, ótrautt og skipulega, uppreisn fjöldan gegn heimi
kúgunar og ofbeldis. Hann var gæddur þoli til þess að
bíða, uns færi gæfist og nægilegu hugrekki til þess að
stofna sjer í hættu, hvenær sem málstaðurinn krefðist.
En hann hjelt ekki eingöngu áfram merki hinna miklu
uppreisnarmanna.
Hann undirbjó uppreisnina, ásamt verkalýðnum, svo að
byltingarsinnuð alþýða gæti tekið völdin í sínar hendur.
Að rísa upp gegn kúgurunum til þess að sigra; að sigra
til þess að ná völdunum; að ná völdunum til þess að byrja
á ummyndun heimsins með voldugri járnhönd verkalýðs-
ins í sambandi við alla kúgaða.
Slík er hugsun hvers verkamanns. Þannig hugsaði Len-
in, fyrir þetta Iifði hann, fyrir þetta vann hann, — og við
þetta starf dó hann. —
Alræðið varð að tryggja. Án þess að tryggja með alræði
alþýðunnar, það, sem ávanst með hinni sigursælu upp-
reisn, gat enginn sigur unnist, heldur aðeins, ef best ljet,
stigið eitt spor í sigurátt. — Þessa ályktun dró Lenin af
allri sögu liðinna tíma, af öllum árangurslausum tilraun-
um vinnandi mannkyns, til þess að brjóta af sjer ok drotn-
ara sinna. Gegn alræði minni hlutans komi alræði meiri
hlutans; gegn alræði »herranna« alræði »alþýðunnar«.
Alt annað er aðeins villandi fyrir lýðinn, svik, hugsanasljó-
leiki eða viljaleysi.
Þannig hljóðaði kenning Lenins, og þessi kenning fól í