Réttur - 01.07.1927, Page 124
222
UPPREISNARMAÐURINN MIKLI [Rjettur
sjer reynslu miljóna manna, sára, sögulega reynslu, keypta
furöulega dýru verði. — Það var engin tilviljun, að víg-
reift mannkyn fengi hinn mikla leiðtoga sinn frá Rúss-
landi.
Því að á landamærum Vestur- og Austurlanda, þar sem
hundruð miljóna verkamanna og bænda háðu sára og
drengilega baráttu til þess að losna úr viðjum austur-
lenskrar einveldis-harðstjórnar og vestræns auðvalds, —
þar gat vaxið og dafnað höfðingi sá, er leitt gæti verka-
lýð og bændur inn yfir þröskuld nýja tímans.
Þarna skapaðist og var frainkvæmd fyrst hugsjón sú,
að verkalýðurinn fái bændurna í Iið með sjer til úrslita
orustunnar gegn auðmagninu: hugsjónin um samband
verkalýðs og bænda. —
Lenin gerði þetta samband að því sprengiefni, er sundr-
aði gersamlega skipulagi auðvaldsins, að þeim töfrasprota,
er drepi úr dróma gjörvalt mannkynið.
Þessi hugsjón tengir stjettahreyfingu verkalýðsins í
borgum Vesturlanda og byltingarhreyfingu indverskra
þorpsbúa og kínverskra bænda og sameinar í eina vold-
uga, samhuga, ósigrandi hreyfingu. Hún breytir komm-
únismanum í áður óþekt, sterkt og voldugt afl, er
tryggir sigurinn um heim allan. —
Með blys Lenins í höndum sjer stígur nú vinnandi lýð-
ur alls heimsins skrefið frá tímabili ruglingslegra frumtil-
rauna til frelsis, til sigursæls uppreisnartímabils — og
tryggir sigurinn með alræði alþýðunnar.
L. Kamenev.
í 'kyrðinni.
Glugginn er opinn og tjöldin eru dregin frá. Við hús-
gafl nágrannans logar rautt blóm. Lítil kongurló, seni
er nýbyrjuð að riða netið sitt, hangir sofandi og ótta-
laus í einum þræðinum rjett við gluggann. Tvær dúf-