Réttur - 01.07.1927, Page 126
224 í KYRÐINNI fRjettur
tónar, hljómið þið hærra, hærra! Fyllið þið sál mína
með vonlausum söng.
En þeir hjaðna smásaman og deyja út einsog sálir í
hversdagslífinu. Söngvarinn, örkumlamaður úr stríð-
inu, stendur fyrir neðan gluggann minn. Hann bíður
með útrjetta hendina. Jeg kastaði nokkrum skildingum
til hans. Hann brosir og síðan heldur hann áfram eftir
þjóðveginum, eitthvað út í bláinn, syngjandi með upp-
rjett enni, þangað til hann hnígur niður á milli hækja
sinna örmagna af þreytu. Og fyrir ofan höfuð hans
brennur haustsólin. Þegar jeg sá hann hverfa úti á
sljettunni, þá greip mig þrá, þung einsog hafið, að
kasta frá mjer skræðunum, og halda á eftir honum án
banda, án vona um fánýtar' stöður, aðeins hjalandi við
sjálfan mig í heillandi skógum. — En næstum því jafn-
skjótt heyrði jeg silalegt fótatak þjóðfjelagsins. Og úr
gluggunum á húsinu andspænis, störðu þúsund andlit
án sálna á mig.
Jeg hallaði mjer fram yfir svalirnar og fölar varir
mínar tautuðu bæn Sókratesar: 0 cher Pan! donnez
moi la musique interieure.
Niðri í garðinum rjeru trjen greinunum í næturhaf-
inu og fyrir ofan skóginn fölnaði máninn líkt og kynd-
ill, sem brennur út.
D. Þ.