Réttur - 01.07.1927, Blaðsíða 128
226 BARÁTTAN UM HEIMSYPIRRÁÐIN [Rjettur
verslunar- og stjórnmálasambandi við þá. Var þar
framið með því móti að ráðast á friðhelga versiunar-
stofnun rússneska ríkisins, Arcos Co. í London. Ljet
stjórnin lögregluna ráðast þar á að ástæðulausu og án
þess að finna þau skjöl, er haft var að yfirvarpi að
væri verið að leita að. Neitaði breska stjórnin að biðja
afsökunar á þessu, svo Rússar tóku afleiðingunum,
kölluðu verslunarráðið og sendisveitina heim.
Skömmu síðar var sendiherra Rússa í Varsjá,
Woyek, myrtur, og hjeldu Rússar því fram að það væri
að undirlagi bresku stjórnarinnar og gerðust nú all-
miklar væringar með þeim.
Um sama leyti bar breska íhaldsstjórnin fram frum-
varp það í þinginu, er lýst var í síðasta hefti og nefnt
»Þrælalögin«. Með því var bannað að gera pólitísk
verkföll, — verklýðshreyfingin átti að vera kefluð, ef
til ófriðar kæmi.
Það er af flestu sýnilegt að Bretar búast til ófriðar.
Hægri hluti íhaldsflokksins, er fylgir Joynson-Hicks
og kallast á ensku »Diehards«, hefur orðið ofan á. Þótt
breska iðnaðinum stafi voði af að missa rússneska
markaðinn, verða hjer hagsmunir iðnaðarins að víkja
fyrir hagsmunum heimsveldisins breska.
Ástæðan til þessa fjandskapar er margskonar, en
aðalatriðin skulu talin hjer í stuttu máli, en í síðari
heftum mun nánar frá þessu sagt, því hjer liggja að
öllum líkindum ástæðurnar til næsta stríðs, er hellir
hörmungum sínum yfir þjóðirnar.
Breska auðvaldið óttast vaxandi áhrif rússnesku
kommúnistastjórnarinnar á kínversku byltinguna, en í
Kína á England afarmikilla hagsmuna að gæta. Enn-
fremur er líf breska stórveldisins undir því komið að
halda Indlandi, en þar magnast frelsishreyfingin og á
að bakhjalli ráðstjórnarlýðveldin — hræðilega nálæg,
að því er Bretum þykir. Deilan um Persíu virðist ætla
að enda með sigri Rússa og áhrifin á Egiftalandi fara