Réttur - 01.07.1927, Síða 129
Rjettur] BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN É27
að verða hættuleg, verslunarlega, eftir olíusamning
Rússa við Standard Oil, og stjórnmálalega, sökum þess
að óánægjan á Egiftalandi með stjórn Breta fer sífelt
vaxandi. En allar kúgaðar þjóðir í Asíu og Afríku líta
til ráðstjórnarlýðveldanna sem verndara síns og hjálp-
ara í frelsisbaráttunni við breska kúgarann.
Þá óttast og breska auðvaldið vaxandi áhrif komm-
únismans á verklýðshreyfinguna bresku — og það með
fullum rjetti. Tryggara yrði þó heima fyrir, ef hægt
væri að koma rússnesku ráðstjórnarlýðveldunum fyrir
kattarnef. Það er því ekkert undarlegt þó baráttan
gegn Kína, Rússlandi og verklýðshreyfingunni verði
samtímis hafin; þetta er alt greinar af sama stofni,
frelsisbarátta kúgaðra þjóða og stjetta og öflugasta
kúgunarvald Evrópu hlýtur að finna hiættuna best á
sjálfu sjer.
En það sem óhjákvæmilega knýr England út í stríð,
verður þó ekki tilfinningin um þessa framtíðarhættu
eins saman. Aðalástæðan verður hið ógurlega ástand í
Englandi sjálfu. Atvinnuvegirnir eru kornnir á glötun-
arbarminn. England er að dragast aftur úr í samkepn-
inni um verslun, framleiðslu og markaði. Stáliðnaður-
inn þolir ekki samkepnina við stálhring meginlandsins.
Kolaframleiðslunni hrakar. 1400 námufyrirtæki eiga
2500 námur. Kolaframleiðslan á hvern nálmumann var
1880 319 tonn á mann, 1914—18 252 tonn, 1925 217
tonn! Á sama tíma (1925) var sú framleiðsla á hvern
námumann í Bandaríkjunum 655 tonn, þrisvar sinnum
meiri! Svo úrelt eru tæki og skipulag enska kolaiðnað-
arins. 1913 framleiddu hinir 1019,000 námumenn
breska iðnaðarins 265,6 miljónir tonna. 1925 var fram-
leiðslan 245 miljónir með fleiri mönnum. Kolaútflutn-
ingurinn minkar, 1913 nam hann 94,4 miljónum tonna,
1925 69 miljónum. Kolaiðnaðurinn nálgast gjaldþrot
meir og meir. Bretar geta ekki lengur kept við aðra og
15