Réttur - 01.07.1927, Síða 130
228 BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN [Rjettur
ruðst inn á markaði með lágu vöruverði; breska auð-
valdið verður því að grípa til annara ráða, ná öðruvísi
tryggum völdum yfir markaði. Eina ráðið verður að
ráðast á, þar sem það hyggur mótstöðu minsta, en hægt
að sameina flesta fjendur gegn. Það er Rússland, ein-
hver stærsti markaður heimsins. En svo breska auð-
valdinu sje gagn að, þarí Rússland að vera landbúnað-
arland, er kaupir tilbúnar vjelar af Englandi. En ráð-
stjórnin er að efla iðnaðinn í landinu — og það er
breska auðvaldinu illa við. Þessvegna vill það ekki
veita lán, þessvegna vill það ekki koma á verslunar-
samningi meðan alt verður notað til að gera Rússland
óháðara, þessvegna vill það grípa til hernaðar til að
gera landið sjer algerlega háð og óslcaðlegt.
Að ófriður er í nánd, er engum efa bundið, þótt ó-
mögulegt sje að spá nær hann hefst. Eina valdið, sem
hindrað getur, er alþjóðavald verklýðssamtakanna.
Hvað gera nú verklýðsforingjarnir? Reynast þeir bet-
ur en 1914?
Kommúnistarnir eru öruggir. Þeir spá því þegar,
hvernig fara muni og búa flokka sína undir það, — en
þessvegna eru þeir kallaðir »erindrekar Moskwu« o. s.
frv. En hvað gera nú socialdemokratarnir, sem enn eru
áhrifameiri í verklýðshreyfingu Vesturlanda? Það, sem
liggur í augum uppi, að þurfi að gera, er að sameina
verklýðssamböndin í Moskwu og Amsterdam í eitt, svo
verkalýðurinn sje sameinaður, þegar árás auðvaldsins
hefst. Lesendum »Rjettar« er kunnugt um þær samein-
ingartilraunir (»Rjettur« 10. ár, bls. 52). f ágúst í sum-
ar hjelt alþjóðasamband það, sem kent er við Amster-
dam og er undir áhrifum sócialdemokrata, þing í París.
Talaði formaðurinn, Purcell, dálítið um að nauðsynlegt
væri að ná betra sambandi við rússnesku verklýðsfje-
lögin. Vakti ræðan hneyksli hjá hinum hægfara sócial-
demokrötum. Var síðan birt leynibrjef ritarans, Hol-
lendingsins Oudegeest, til Jouhaux hins franska, er